Innlent

Umferðarslys á Hrútafjarðarhálsi: Fimm fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan tvö í nótt.
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan tvö í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Norðurlandi vestra fékk tilkynningu um klukkan tíu í gærkvöldi um að bifreið hefði oltið út af þjóðveginum yfir Hrútafjarðarháls, mitt á milli Hrútafjarðar og Hvammstangavegar.

Mikil hálka var á veginum þegar slysið varð en um borð í bílnum voru tveir fullorðnir og þrjú börn.

Tekin var ákvörðun um að kalla eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar sem fór þegar af stað en allir í bílnum voru fluttir með þyrlunni á Landspítalann í Fossvogi, þar sem þyrlan lendi um klukkan tvö í nótt.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra kemur fram að líklega sé þrennt úr bílnum óslasað. Meiðsli hinna tveggja séu ekki vituð en vonast eftir að þau séu ekki alvarleg.

Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×