Margir fegnir að fá loksins að komast inn á Vog um jólin Birgir Olgeirsson skrifar 22. desember 2019 19:00 Á sjöunda hundrað manns bíða eftir að komast í meðferð á Vogi og vantar stofnunina um 200 milljónir til að stytta þann lista. Skrefin inn á stofnunina eru þung fyrir jólin en margir taka því þó fagnandi að fá loksins tækifæri til að komast í meðferð. Nú þegar hátíð ljóss og friðar er fyrir höndum er eflaust flestum efst í huga samverustundir með fjölskyldu og vinum. Sá veruleiki á þó ekki við alla því fjöldi verður í meðferð hjá SÁÁ yfir jólin. „Það verða 130 manns í meðferð hér yfir jólin ef við teljum með Vog, eftir meðferðina á Vík og búsetuúrræðið Vin,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi. Skrefin inn á Vog um jólin geta verið þung. „Fyrir marga eru þetta þung skref. En kannski er samt ekki annað í stöðunni. Erfiðleikar og mikil neysla og nauðsynlegt fyrir fjölskylduna að viðkomandi fari í meðferð. Og svo eru aðrir sem kæra sig kollótta um hvaða dagar eru. Þeir láta þetta ganga fyrir því það er mikilvægt að taka sig á og nú er tíminn til þess.“ Á milli sex og sjö hundruð manns eru á biðlista eftir að komast í meðferð á Vogi. „Sumir þurfa að bíða mjög lengi. Þeir sem lögðu beiðni inn í vor eru sumir hverjir að koma inn núna. Það er alltof langt. Sumir eru að koma fyrr inn vegna aðstæðna sinna, líkamleg veikindi eða barnaverndarmál, það eru ekki allir sem bíða í marga marga mánuði en sumir eru þar.“ Hún segir biðina hafa lengst statt og stöðugt síðastliðin ár. „Kannski helst það í hendur við það neyslumynstur sem er. Það er mikið um kókaín, ópíóðaefni koma inn. Þetta er hættuleg neysla og keyrir fólk í kaf mjög fljótt.“ Valgerður segir að vinna þyrfti hraðar á þessum lista. Til þess þurfi stofnunin 200 milljónir krónir til að geta ráðið þann fjölda starfsfólks sem til þarf. „Þetta er þannig vandi að það er skynsamlegast og best að grípa inn í fljótt. Auðvitað er eðlilegt að sumir bíði af eðlilegum ástæðum. Ég held að það sé bara skynsamlegt að gera það á allra handa máta.“ Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Jól Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Á sjöunda hundrað manns bíða eftir að komast í meðferð á Vogi og vantar stofnunina um 200 milljónir til að stytta þann lista. Skrefin inn á stofnunina eru þung fyrir jólin en margir taka því þó fagnandi að fá loksins tækifæri til að komast í meðferð. Nú þegar hátíð ljóss og friðar er fyrir höndum er eflaust flestum efst í huga samverustundir með fjölskyldu og vinum. Sá veruleiki á þó ekki við alla því fjöldi verður í meðferð hjá SÁÁ yfir jólin. „Það verða 130 manns í meðferð hér yfir jólin ef við teljum með Vog, eftir meðferðina á Vík og búsetuúrræðið Vin,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi. Skrefin inn á Vog um jólin geta verið þung. „Fyrir marga eru þetta þung skref. En kannski er samt ekki annað í stöðunni. Erfiðleikar og mikil neysla og nauðsynlegt fyrir fjölskylduna að viðkomandi fari í meðferð. Og svo eru aðrir sem kæra sig kollótta um hvaða dagar eru. Þeir láta þetta ganga fyrir því það er mikilvægt að taka sig á og nú er tíminn til þess.“ Á milli sex og sjö hundruð manns eru á biðlista eftir að komast í meðferð á Vogi. „Sumir þurfa að bíða mjög lengi. Þeir sem lögðu beiðni inn í vor eru sumir hverjir að koma inn núna. Það er alltof langt. Sumir eru að koma fyrr inn vegna aðstæðna sinna, líkamleg veikindi eða barnaverndarmál, það eru ekki allir sem bíða í marga marga mánuði en sumir eru þar.“ Hún segir biðina hafa lengst statt og stöðugt síðastliðin ár. „Kannski helst það í hendur við það neyslumynstur sem er. Það er mikið um kókaín, ópíóðaefni koma inn. Þetta er hættuleg neysla og keyrir fólk í kaf mjög fljótt.“ Valgerður segir að vinna þyrfti hraðar á þessum lista. Til þess þurfi stofnunin 200 milljónir krónir til að geta ráðið þann fjölda starfsfólks sem til þarf. „Þetta er þannig vandi að það er skynsamlegast og best að grípa inn í fljótt. Auðvitað er eðlilegt að sumir bíði af eðlilegum ástæðum. Ég held að það sé bara skynsamlegt að gera það á allra handa máta.“
Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Jól Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira