Lífið

Sóli baðst afsökunar að hafa skemmt flutning Evu Laufeyjar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eva var ekki hrædd við verkefnið og gerði vel.
Eva var ekki hrædd við verkefnið og gerði vel.

Jólaþáttur Gumma Ben og Sóla Hólm var í beinni útsendingu á Stöð 2 í gærkvöldi og komu upp allskyns skemmtileg atvik.

Nafn Evu Laufey Kjaran Hermannsdóttur kom upp í Jóla hjólinu hjá Sóla Hólm og átti hún að flytja lagið Það er alveg dagsatt með Ragga Bjarna. Að þessu sinni var Sólmundur í hlutverki Ragnars.

Eva stóð sig með prýði þegar hún flutti lagið en Sóli Hólm virkaði ekki í takt og sagði sá síðarnefndi í þættinum að hann hafi sjálfur eyðilagt flutning Evu.

Hér að neðan má sjá atriðið úr þætti gærkvöldsins.

Klippa: Eva Laufey og Sóli - Það er alveg dagsatt

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×