Gular viðvaranir, spillibloti og allt að 40 m/s Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2019 07:01 Vindaspáin klukkan 21 í kvöld. Gular viðvaranir taka gildi á Norðurlandi eystra klukkan 18. Skjáskot/veðurstofa íslands Gular stormviðvaranir eru í gildi fyrir austanvert landið í kvöld og víða má búast við hviðum allt að 40 m/s. Þá má gera ráð fyrir umhleypingasömu veðri næstu daga en hvassviðri og væta tekur á móti Íslendingum á nýja árinu sem er handan við hornið. Eins og spár standa núna taka viðvaranir fyrst gildi á Suðausturlandi klukkan þrjú síðdegis en þar má búast við suðvestanstormi, 15-23 m/s og hviðum allt að 35 m/s. Hið sama er uppi á teningnum á Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi en þar gengur veðrið þó yfir örlítið seinna. Einna hvassast gæti orðið á Norðurlandi eystra, einkum á Eyjafjarðarsvæðinu og á Tröllaskaga, þar sem vindhviður gætu farið upp í 40 m/s. Ökumenn fyrir austan eru hvattir til að fara varlega og þá er því beint til íbúa að huga að lausamunum utandyra. Upplýsingar um viðvaranir Veðurstofu má finna hér. Spillibloti fyrir norðan Snjó tekur nú upp um mestallt land, einkum þó sunnan- og austantil þar sem gætir mestrar vætu í bland við vind og nokkurn hita. Töluvert kaldara verður þó lengst af fyrir norðan og því gætu einhverjir sagt að þar gætti svokallaðs „spilliblota“, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. „[…] en það orð er stundum notað þegar blotnar í snjó og frýs svo aftur án þess að mikinn snjó taki upp.“ Þá segir að líklega verði mánudagurinn 30. desember einna kaldastur af þeim dögum sem eftir eru af árinu. Nýja árið muni svo taka á móti Íslendingum með hvassri suðlægri átt og vætu, einkum þó sunnan- og vestantil á landinu. „Því má segja að umhleypingarnar sem nú standa yfir munu endast eitthvað fram yfir áramót,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Suðaustlæg átt, 5-13 m/s og rigning eða slydda með köflum, snjókoma á Vestfjörðum, en úrkomulítið NA-til. Hiti 0 til 6 stig, hlýjast við S-ströndina. Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og slydda eða rigning með köflum, en snjókoma um tíma N- og A-lands. Hiti 0 til 5 stig. Á mánudag: Vestlæg átt, 5-13 m/s og skúrir eða él, þurrt fyrir austan. Hiti kringum frostmark, en vægt frost til landsins. Á þriðjudag (gamlársdagur): Sunan- og suðvestanátt með rigningu, en þurrt NA-lands. Hlýnandi veður í bili. Á miðvikudag (nýársdagur): Sunnanátt og rigning S- og V-til. Fremur hlýtt. Á fimmtudag: Snýst líklega til norðlægrar áttar með snjókomu eða éljum fyrir norðan og frystir. Veður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Gular stormviðvaranir eru í gildi fyrir austanvert landið í kvöld og víða má búast við hviðum allt að 40 m/s. Þá má gera ráð fyrir umhleypingasömu veðri næstu daga en hvassviðri og væta tekur á móti Íslendingum á nýja árinu sem er handan við hornið. Eins og spár standa núna taka viðvaranir fyrst gildi á Suðausturlandi klukkan þrjú síðdegis en þar má búast við suðvestanstormi, 15-23 m/s og hviðum allt að 35 m/s. Hið sama er uppi á teningnum á Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi en þar gengur veðrið þó yfir örlítið seinna. Einna hvassast gæti orðið á Norðurlandi eystra, einkum á Eyjafjarðarsvæðinu og á Tröllaskaga, þar sem vindhviður gætu farið upp í 40 m/s. Ökumenn fyrir austan eru hvattir til að fara varlega og þá er því beint til íbúa að huga að lausamunum utandyra. Upplýsingar um viðvaranir Veðurstofu má finna hér. Spillibloti fyrir norðan Snjó tekur nú upp um mestallt land, einkum þó sunnan- og austantil þar sem gætir mestrar vætu í bland við vind og nokkurn hita. Töluvert kaldara verður þó lengst af fyrir norðan og því gætu einhverjir sagt að þar gætti svokallaðs „spilliblota“, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. „[…] en það orð er stundum notað þegar blotnar í snjó og frýs svo aftur án þess að mikinn snjó taki upp.“ Þá segir að líklega verði mánudagurinn 30. desember einna kaldastur af þeim dögum sem eftir eru af árinu. Nýja árið muni svo taka á móti Íslendingum með hvassri suðlægri átt og vætu, einkum þó sunnan- og vestantil á landinu. „Því má segja að umhleypingarnar sem nú standa yfir munu endast eitthvað fram yfir áramót,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Suðaustlæg átt, 5-13 m/s og rigning eða slydda með köflum, snjókoma á Vestfjörðum, en úrkomulítið NA-til. Hiti 0 til 6 stig, hlýjast við S-ströndina. Á sunnudag: Suðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s og slydda eða rigning með köflum, en snjókoma um tíma N- og A-lands. Hiti 0 til 5 stig. Á mánudag: Vestlæg átt, 5-13 m/s og skúrir eða él, þurrt fyrir austan. Hiti kringum frostmark, en vægt frost til landsins. Á þriðjudag (gamlársdagur): Sunan- og suðvestanátt með rigningu, en þurrt NA-lands. Hlýnandi veður í bili. Á miðvikudag (nýársdagur): Sunnanátt og rigning S- og V-til. Fremur hlýtt. Á fimmtudag: Snýst líklega til norðlægrar áttar með snjókomu eða éljum fyrir norðan og frystir.
Veður Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira