Innlent

Fleiri vilja setja tak­markanir á flug­elda­sölu en áður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Afstaða til flugeldasölu hefur breyst töluvert á síðasta árinu.
Afstaða til flugeldasölu hefur breyst töluvert á síðasta árinu. visir/vilhelm

Afstaða almennings til flugeldasölu hefur breyst töluvert á undanförnu ári en rétt rúmlega 37 prósent vill óbreytt fyrirkomulag í flugeldasölu á móti rúmum 45 prósentum fyrir ári síðan. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Maskínu á afstöðu til flugeldasölu.

Þá vill fólk heldur takmarkanir á flugeldasölu en tæp 32 prósent vilja leyfa eingöngu sölu til aðila sem eru með flugeldasýningar og tæp 23 prósent vilja leyfa sölu til einstaklinga með takmörkunum á magni. Rúm átta prósent vilja banna flugelda alfarið og hefur að aukist um tæp tvö prósent frá því í fyrra.

Niðustöður rannsóknarinnar.skjáskot/maskína

Þá kemur einnig fram að munur sé á afstöðu fólks eftir kyni og menntun en rúm 45 prósent karla vilja óbreytt fyrirkomulag á flugeldasölu en tæplega 39 prósent kvenna. Þá vill helmingur þeirra sem hafa aðeins grunnskólapróf óbreytt sölufyrirkomulag en tæp 32 prósent þeirra með háskólapróf.

Þá er tekið fram að munur sé á viðhorfum fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það kýs. Rúmlega 73 prósent þeirra sem kjósa Flokk fólksins vilja óbreytt fyrirkomulag en aðeins 16 prósent þeirra sem kjósa Vinstri græn. „Milli 24-26% kjósenda Pírata og Samfylkingarinnar vilja óbreytt fyrirkomulag en 34% kjósenda Viðreisnar og 48-52% kjósenda Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Miðflokksins. Hæst hlutfall kjósenda Samfylkingarinnar vill banna flugelda eða tæplega 19%.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×