Innlent

Vara við hreindýrum í myrkrinu á Suðausturlandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hreindýr halda til á Austurlandi.
Hreindýr halda til á Austurlandi. Vísir/vilhelm

Töluvert er nú af hreindýrum við vegi á Suðausturlandi, sérstaklega á svæðinu frá Breiðdalsvík og suður að Hvalnesskriðum. Vegagerðin beinir því til vegfarenda að þeir fari varlega, einkum eftir að dimmir, þar sem dýrin sjást illa í myrkrinu.

Víða er vetrarfærð á landinu og sums staðar talsverð ofankoma. Greiðfært er þó að mestu leyti á Suður- og Suðausturlandi. Fylgjast má með færð á vegum á vef Vegagerðarinnar.

Þá má gera ráð fyrir að bæta muni í vind og úrkomu í nótt, að því er fram kemur í veðurspá á vef Veðurstofunnar.

Á morgun verður þurrt að mestu á Vesturlandi, snjókoma eða slydda á Norður- og Austurlandi, en rigning um landið sunnanvert fram undir kvöld. Hiti verður í kringum frostmark fyrir norðan en tvö til sjö stig syðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×