Lífið

Litla föndurhornið: Skraut í glasi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Mynd/Vísir

Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 10. desember sýnir hún hvernig á að einfalda jólaskreytingu. Við gefum Kristbjörgu orðið.

Vínglasakertadiskastjaki er kannski langt og jú, frekar erfitt orð, en ég lofa ykkur því, það er það eina sem er erfitt við þetta verkefni. Ok, ég veit að ég segi þetta um 99% af verkefnunum mínum hérna en þetta er í raun mjög auðvelt. Þú þarft vínglas, kertadisk, mjög sterkt lím, gervisnjó og jólafígúrur - helst keyptar á útsölu í byrjun janúar, mjög mikilvægt.

Þú límir fígúrurnar í miðjuna á kertahringnum. Settu smá gervisnjó í vínglasið og þegar límið sem þú notaðir á fígúrurnar hefur alveg tekið sig settu þá lim á brúnirnar á glasinu. Passaðu þig að láta ekki of mikið svo að það leki ekki niður og hvolfdu diskinum yfir. Láttu þetta bíða helst í nokkra klukkutíma svona á hvolfi áður en þú snýrð því við og setur kerti á botninn á glasinu. Sko, ég sagði að þetta væri auðvelt.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.