Lífið

Boris reynir að loka kosningunum með Love Actually auglýsingu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Boris hefði sennilega ekki passað alveg í hlutverkið á sínum tíma.
Boris hefði sennilega ekki passað alveg í hlutverkið á sínum tíma.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, birti í gær nýja auglýsingu sem minnir óneitanlega á frægt atriði úr jólamyndinni Love Actually.

Nú eru aðeins tveir dagar í þingkosningar í Bretlandi sem verða 12. desember.

Hjá mörgum koma jólin ekki nema búið sé að horfa á myndina Love Actually að minnsta kosti einu sinni.

Myndin kom út árið 2003 og hefur allar götur síðan verið ein vinsælasta jólamyndin í heiminum. Með aðalhlutverk í myndinni fara Colin Firth, Emma Thompson, Liam Neeson, Keira Knightley, Martin Freeman, Hugh Grant og fleiri.

Atriðið sem um ræðir má sjá hér að neðan:

Hér að neðan má sjá auglýsingu Boris Johnson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.