Innlent

Bindur bátinn og fjölgar belgjum við Reykjavíkurhöfn

Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa
Elmar Örn Sigurðsson ætlar að hafa auga með bátnum sínum í kvöld.
Elmar Örn Sigurðsson ætlar að hafa auga með bátnum sínum í kvöld. Vísir

Elmar Örn Sigurðsson sjómaður var við Reykjavíkurhöfn eftir hádegið í dag að gera ráðstafanir vegna óveðursins sem reiknað er með að nái hápunkti á höfuðborgarsvæðinu eftir klukkan sex í kvöld.

„Ég er bara að binda betur, fjölga belgjum og passa að báturinn fari ekki að nuddast upp við bryggjuna,“ segir Elmar. Einnig þurfi að gæta þess að bátarnir skelli ekki saman.

Hann reiknar með að koma aftur þegar líður á daginn og óveðrið nær hámarki.

„Maður kemur í kvöld þegar þetta veður skellur á. Flotbryggjan hérna er svo slæm. Það er svo mikil undiralda. Það er allt á ferð og flugi þótt það sé ekki mikill vindur.“

Elmar Örn hafði verið niðri á Reykjavíkurhöfn í dag að dytta að bátnum.

„Ég er að dunda mér í bátnum, gera hann kláran fyrir strandveiðarnar. Gera þetta svolítið fínt,“ segir Elmar.

Hann ætlar að fylgjast vel með í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×