Innlent

Telur alla á Króknum hafa vit á því að halda sig heima

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elvar Freyr Snorrason.
Elvar Freyr Snorrason.

Elvar Freyr Snorrason, sjómaður á Drangey á Sauðárkróki, segist vanur óveðri af störfum sínum úti á sjó.

„Já, við undirbjuggum okkur í gær. Fórum að versla allt í gær og ég var að klára þetta núna,“ segir Elvar Freyr í samtali við Jóhann K. Jóhannsson á Króknum í dag.

„Ég er vanur þessu veðri. Við erum vanir öllu úti á sjó.“

Hann hefur mikla trú á sínu fólki á Króknum hvað varðar undirbúning og viðbrögð við óveðrinu.

„Ég held að það hafi allir vit á því að vera bara heima í svona veðrum,“ segir Elvar Freyr nýkominn af bryggjunni þar sem hann var að binda skipin betur.

Allt um veðrið í kvöld í Veðurvaktinni á Vísi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.