Innlent

Telur alla á Króknum hafa vit á því að halda sig heima

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elvar Freyr Snorrason.
Elvar Freyr Snorrason.

Elvar Freyr Snorrason, sjómaður á Drangey á Sauðárkróki, segist vanur óveðri af störfum sínum úti á sjó.

„Já, við undirbjuggum okkur í gær. Fórum að versla allt í gær og ég var að klára þetta núna,“ segir Elvar Freyr í samtali við Jóhann K. Jóhannsson á Króknum í dag.

„Ég er vanur þessu veðri. Við erum vanir öllu úti á sjó.“

Hann hefur mikla trú á sínu fólki á Króknum hvað varðar undirbúning og viðbrögð við óveðrinu.

„Ég held að það hafi allir vit á því að vera bara heima í svona veðrum,“ segir Elvar Freyr nýkominn af bryggjunni þar sem hann var að binda skipin betur.

Allt um veðrið í kvöld í Veðurvaktinni á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×