Innlent

Miklu frosti spáð um næstu helgi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Allt að 25°C frosti er spáð á laugardag.
Allt að 25°C frosti er spáð á laugardag.

Þrátt fyrir mikinn veðurofsa nú í dag og fram á nótt mun mikil veðurblíða leggjast yfir landið þegar líða tekur á vikuna og um næstu helgi ef marka má veðurkortið á heimasíðu Veðurstofu Íslands.

Miklu frosti er spáð síðar í vikunni.vedur.is

Spáð er miklu frosti um land allt en um miðjan dag á laugardag er spáð níu stiga frosti í Reykjavík, tuttugu stiga frosti á Akureyri og allt að tuttugu og fimm stiga frosti á hálendinu miðju. Þessum mikla kulda virðist ætla að fylgja heiðskýr himinn og lítill vindur ef marka má veðurkortið.Kaldast verður á höfuðborgarsvæðinu á föstudag en þá spáir allt að 13 gráðu frosti.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.