Innlent

Miklu frosti spáð um næstu helgi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Allt að 25°C frosti er spáð á laugardag.
Allt að 25°C frosti er spáð á laugardag.

Þrátt fyrir mikinn veðurofsa nú í dag og fram á nótt mun mikil veðurblíða leggjast yfir landið þegar líða tekur á vikuna og um næstu helgi ef marka má veðurkortið á heimasíðu Veðurstofu Íslands.

Miklu frosti er spáð síðar í vikunni. vedur.is

Spáð er miklu frosti um land allt en um miðjan dag á laugardag er spáð níu stiga frosti í Reykjavík, tuttugu stiga frosti á Akureyri og allt að tuttugu og fimm stiga frosti á hálendinu miðju. Þessum mikla kulda virðist ætla að fylgja heiðskýr himinn og lítill vindur ef marka má veðurkortið.

Kaldast verður á höfuðborgarsvæðinu á föstudag en þá spáir allt að 13 gráðu frosti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.