Lífið

Óskar þess að einhverjum 21 árs gæja finnist hún heit

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjórar konur með uppistandssýningu í Tjarnarbíói.
Fjórar konur með uppistandssýningu í Tjarnarbíói.

Fyndnustu mínar eru uppistandshópur þeirra Lóu Bjarkar, Sölku Gullbrár og Rebeccu Scott Lord. Þremenningarnir hafa tileinkað sér að fjalla um kvenleikann og hans fylgifiska á gagnsæjan og hreinskilinn máta í uppistöndum sínum. Uppistandssýning þeirra verður í Tjarnarbíó 13. desember.

Konurnar hafa allar sviðslistabakgrunn á einn hátt eða annan en hafa þó hver um sig sitt hlægilegt sjónarhorn á lífið og tilveruna.

Í sýningunni Heilögustu mínar: Jólakraftaverk í Tjarnarbíó fara þær út fyrir uppistandsformið með trópikalskri sviðsmynd, tónlistaratriðum og óvæntum uppákomum í einstakri jóla-kabarett-uppistandssýningu.

Í tilkynningu frá hópnum er nokkuð ítarleg lýsing á þeim sem koma fram:

Rebecca Scott Lord er bandarísk sviðslistakona sem er staðsett hér á landi og starfar fyrir Þjóðleikhúsið. Hún segir til dæmis frá aðlögun sinni til nýs samfélags á skondinn máta með sögu um útréttingar í Húsasmiðjunni.

Lóa Björk er íslensk kona sem starfar fyrir Útvarp 101 og hefur sagt frá þeim kalda raunveruleika næturlífs og daglífs sem má finna í íslensku samfélagi. Hún fer í brasilískt vax til að „upplifa eitthvað“ og fjallar um drauma sína og þrár, sem fjalla flestir um athygli frá karlmönnum.

Salka Gullbrá hefur staðið á bak við verkefni eins og Krakkaveldi, stjórnmálaafl krakka, og er söngkona í pönkhljómsveitinni Stormy Daniels. Í uppistandi sínu reynir hún meðal annars að varpa kómísku ljósi á val sitt að vera gagnkynhneigð á Íslandi árið 2019 og rannsakar jógaiðkendur sem virðast vera á kókaíni - og já, hún er komin 7 mánuði á leið svo það mætti segja að tímabundið sé hún hin íslenska Ali Wong.

Sérstakir gestir jólasýningarinnar Heilögustu mínar eru:

Hekla Elísabet er ein handritshöfunda Jarðarförin mín, ljúfsárra gamanþátta með Ladda í aðalhlutverki. Hekla vinnur einnig fyrir UN Women og er menntaður sviðshöfundur. Hún vakti mikla lukku á síðasta uppistandi með Fyndnustu mínum og fengu þær hana því aftur til að koma og láta ljós sitt skína á jólasýningunni.

Ásdís María er íslensk söngkona og lagahöfundur búsett í Berlín. Ásdís heillaði landsmenn uppúr skónum þegar hún tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins en þessa dagana semur hún tónlist í Berlín og kemur fram með hljómsveitinni sinni Banglist. Hún er þekkt fyrir sína sjarmerandi sviðsframkomu og einstakan húmor.

Hér að neðan má sjá skemmtilega stiklu frá hópnum:

Klippa: Jólakraftaverk Heilögustu minna





Fleiri fréttir

Sjá meira


×