Lífið

Blómabar úti á Granda

Stefán Árni Pálsson skrifar
Íris Ann Sigurðardóttir rekur blómabar úti á Granda. Gin og Tonic drykkurinn sem um ræðir í greininni er hér uppi til vinstri.
Íris Ann Sigurðardóttir rekur blómabar úti á Granda. Gin og Tonic drykkurinn sem um ræðir í greininni er hér uppi til vinstri.

Íris Ann Sigurðardóttir á og rekur veitingarstaðinn The Coocoo’s Nest úti á Granda en á dögunum opnaði hún nýjan stað við hliðiná sem gengur undir nafninu Luna Flórens og er það bar í blóma. Einskonar blómabar.Íris deilir uppskrift af blómakokteil hér á Vísi en um er að ræða Matcha Gin og Tonic.Kokteillinn inniheldur hið Matcha te sem inniheldur koffín og Theanine sem á að vinna vel  gegn streitu.Ein te skeið Matcha te

1 skot óbragðbættu gini

1 skot af sítrónu/lime safa sem við kreistum sjálf

1/2 skot Rósmarín hunang eða bara venjulegt hunangHrista vel með klökum, sigta vel yfir í long drink glass með ferskum glösum og toppa með tonic.„Við notum Fever Tree tonic því það er sykurminna en annað og einstaklega bragðgott líka eitt og sér,“ segir Íris Ann í samtali við Vísi.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.