Innlent

Rafmagn skammtað á Króknum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Svona er skömmtunaráætlun RARIK fyrir Sauðárkróki.
Svona er skömmtunaráætlun RARIK fyrir Sauðárkróki. lögreglan á norðurlandi vestra

Rafmagnslaust er nú víða um land vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir síðasta eina og hálfa sólarhringinn eða svo.Á Sauðárkróki hefur verið rafmagnslaust í meira en sólarhring en RARIK hefur sett upp skömmtunaráætlun rafmagns fyrir bæinn.Lögreglan á Norðurlandi vestra birti meðfylgjandi mynd af skömmtunaráætluninni á Facebook-síðu sinni fyrir stundu og minnti bæjarbúa í leiðinni á að fara sparlega með rafmagn, til dæmis jólaljós og annað sem má bíða betri tíma.

 

Þá er fólk hvatt til að halda sig heima enn um sinn.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.