Innlent

Tæknimenn vinna að því að koma rafmagni frá varðskipinu yfir á Dalvík

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Varðskipið Þór við höfn í Dalvík.
Varðskipið Þór við höfn í Dalvík. landhelgisgæslan

Tæknimenn eru nú að störfum í varðskipinu Þór þar sem unnið er að því að koma rafmagni frá skipinu yfir í land á Dalvík. Þá var rafstrengur sendur með Hercules flugvél danska flughersins síðdegis.

Varðskipið lagði af stað frá Siglufirði til Dalvíkur fyrir hádegi. Nýta á skipið sem rafstöð fyrir bæinn og verður þetta í fyrsta sinn sem skipið er nýtt sem hreyfanleg aflstöð.

Þór getur flutt 2MW af rafmagni í land en það er sagt nóg til þess að halda meðalstóru sveitarfélagi gangandi í neyðartilvikum.

„Við hönnun skipsins var horft til þess að mögulegt yrði að senda rafmagn í land á afskekktum stöðum vegna rafmagnsleysis. Til þessa hafa rafmagnsdreifingaraðilar og veitufyrirtæki ekki talið unnt að tengjast skipinu fyrr en nú. Sérfræðingur skipatæknisviðs Landhelgisgæslunnar er á leið til Dalvíkur þar sem hann aðstoðar við tenginguna,“ sagði í yfirlýsingu frá gæslunni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×