Innlent

Leitin hefst að fullu við birtingu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Aðstæður til leitar voru erfiðar við Núpá í gær.
Aðstæður til leitar voru erfiðar við Núpá í gær. vísir/tpt

Leit að drengnum sem féll í Núpá í Sölvadal í fyrrakvöld fer á fullt upp úr átta. Í nótt hefur leitarfólk haft auga með ánni án þess þó að beinar leitaraðgerðir hafi staðið yfir í henni.Jóhannes Stefánsson aðstoðaryfirlögrelguþjónn segir að byrjað verði af fullum krafti nú í birtingu og er vonast til að geta notað þyrlu Gæslunnar að einhverju leiti en að auki séu tveir öflugir drónar á staðnum. Veðurspáin fyrir daginn í dag er betri en verið hefur þó mikill kuldi sé á staðnum.Hluti Dalvíkur hefur nú verið tengdur við díselstöðvar og sú vinna mun halda áfram. Á heimasíðu RARIK segir að mögulega verði að skammta rafmagn í bænum og því sé mjög mikilvægt að notendur fari sparlega með rafmagn svo hægt verði að komast hjá skömmtun.Þá segir að ekki hafi tekist að gera við allar bilanir á Skagalínu og er hluti notenda enn rafmagnslaus. Unnið er að viðgerð. Gera má ráð fyrir truflunum hjá þeim notendum sem komnir eru með rafmagn þar til viðgerð lýkur. Rafmagnslaust er á Vatnsnesi að vestanverðu, á Svalbarði, Hindisvík og Krossanesi. Unnið er að viðgerð. Rafmagnslaust er á Heggstaðanesi frá Bessastöðum að Heggsstöðum.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.