Fótbolti

Hættur sem þjálfari Arnórs daginn eftir að hafa komið liðinu á­fram í Evrópu­deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Uwe með þumalinn á lofti eftir sigurinn í gær.
Uwe með þumalinn á lofti eftir sigurinn í gær. vísir/getty

Uwe Rösler er ekki lengur þjálfari Malmö FF en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í morgun.

Malmö komst í gær í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir 1-0 sigur á grönnum sínum í FCK en Arnór Ingvi Traustason átti stóran þátt í sigurmarki Malmö.

Hinn þýski Rösler hefur verið stjóri Malmö síðan í júní 2018 en þar áður hefur han þjálfað meðal annrs hjá Leeds United, Wigan og Fleetwood Town.
Malmö missti af sænska meistaratitlinum í ár en þeir enduðu í 2. sæti deildarinnar með 65 stig. Stigi á eftir toppliði Djurgården.

Á heimasíðu Malmö segir að forráðamenn félagsins og Uwe hafi ekki veirð sammála um í hvaða átt félagið ætti að fara og því hafi viðskilnaðurinn verið niðurstaðan.

Það sé þó allt gert í sátt og samlyndi en leit er hafinn að nýjum þjálfara.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.