Banaslys á Suðurlandsvegi: Ók yfir hámarkshraða og alltof hratt miðað við aðstæður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. desember 2019 09:45 Mynd frá lögreglunni á Suðurlandi sem sýnir för í vegkantinum sem liggja síðan aftur upp að veginum. Ökumaður sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi í apríl 2018 ók yfir hámarkshraða og alltof hratt miðað við aðstæður. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt á vefnum í gær. Maðurinn sem lést var 23 ára og frá Singapúr. Slysið varð að kvöldi 4. apríl í fyrra. Toyota Yaris-bifreið var ekið vestur Suðurlandsvega að Höfðabrekku en í bifreiðinni var ökumaður ásamt tveimur farþegum. Allir voru með öryggisbelti spennt. Slysinu er svo lýst með eftirfarandi hætti í skýrslu rannsóknarnefndarinnar: „Þegar bifreiðinni var ekið yfir blindhæð á þjóðveginum skammt austan við Höfðabrekku varð stefnubreyting á bifreiðinni þannig að hún fór út fyrir veginn hægra megin miðað við akstursstefnu. Ökumaður bifreiðarinnar reyndi líklega að beygja bifreiðinni aftur inn á veginn með því að snúa stýrinu til vinstri. Bifreiðin snérist í vegkantinum og valt nokkrum sinnum. Farþegar í bifreiðinni hlutu minniháttar meiðsl í slysinu en ökumaður bifreiðarinnar lést af völdum áverka sem hann hlaut.“ Björgunaraðilar, sem kallaðir voru til vegna slyssins, sögðu að mjög hvasst hefði verið á vettvangi. Leyfður hámarkshraði á vettvangi er 90 kílómetrar á klukkustund við bestu aðstæður. Farþegar í bílnum lýsa því hins vegar að ökumaðurinn hafi ekið á milli 100 og 120 kílómetra hrað þegar slysið varð. Þá lýsti vitni að framúrakstri því að bílnum hefði verið ekið á mjög miklum hraða um fimm til tíu mínútum áður en slysið varð. Orsakir slyssins að mati rannsóknarnefndarinnar eru þær að ökumaður ók yfir hámarkshraða og allt of hratt miðað við aðstæður. Sterk vindhviða kom á bílinn á sama tíma og honum var ekið upp á blindhæð. Þá var rásfesta hjólbarða mögulega mismikil.Skýrslu rannsóknarnefndarinnar má sjá hér. Lögreglumál Mýrdalshreppur Umferðaröryggi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira
Ökumaður sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi í apríl 2018 ók yfir hámarkshraða og alltof hratt miðað við aðstæður. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa en skýrsla nefndarinnar um slysið var birt á vefnum í gær. Maðurinn sem lést var 23 ára og frá Singapúr. Slysið varð að kvöldi 4. apríl í fyrra. Toyota Yaris-bifreið var ekið vestur Suðurlandsvega að Höfðabrekku en í bifreiðinni var ökumaður ásamt tveimur farþegum. Allir voru með öryggisbelti spennt. Slysinu er svo lýst með eftirfarandi hætti í skýrslu rannsóknarnefndarinnar: „Þegar bifreiðinni var ekið yfir blindhæð á þjóðveginum skammt austan við Höfðabrekku varð stefnubreyting á bifreiðinni þannig að hún fór út fyrir veginn hægra megin miðað við akstursstefnu. Ökumaður bifreiðarinnar reyndi líklega að beygja bifreiðinni aftur inn á veginn með því að snúa stýrinu til vinstri. Bifreiðin snérist í vegkantinum og valt nokkrum sinnum. Farþegar í bifreiðinni hlutu minniháttar meiðsl í slysinu en ökumaður bifreiðarinnar lést af völdum áverka sem hann hlaut.“ Björgunaraðilar, sem kallaðir voru til vegna slyssins, sögðu að mjög hvasst hefði verið á vettvangi. Leyfður hámarkshraði á vettvangi er 90 kílómetrar á klukkustund við bestu aðstæður. Farþegar í bílnum lýsa því hins vegar að ökumaðurinn hafi ekið á milli 100 og 120 kílómetra hrað þegar slysið varð. Þá lýsti vitni að framúrakstri því að bílnum hefði verið ekið á mjög miklum hraða um fimm til tíu mínútum áður en slysið varð. Orsakir slyssins að mati rannsóknarnefndarinnar eru þær að ökumaður ók yfir hámarkshraða og allt of hratt miðað við aðstæður. Sterk vindhviða kom á bílinn á sama tíma og honum var ekið upp á blindhæð. Þá var rásfesta hjólbarða mögulega mismikil.Skýrslu rannsóknarnefndarinnar má sjá hér.
Lögreglumál Mýrdalshreppur Umferðaröryggi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira