Gjörbreytt hús Orkuveitunnar verður lágstemmt og hógvært Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2019 14:43 Gert er ráð fyrir að útboðið verði auglýst í febrúar. Þannig gætu framkvæmdir klárast árið 2022. Orkuveita Reykjavíkur mun bjóða út framkvæmdir við endurbyggingu hluta skrifstofuhúsnæðis fyrirtækisins við Bæjarháls. Endurbyggja þarf útveggi hússins eftir að í ljós kom árið 2017 að það var mikið skemmt af raka. Rétta þarf þrjá af fjórum útveggjum hússins af. Gólfflötur neðri hæða mun stækka en efri hæða minnka og mun húsið taka miklum útlitsbreytingum. Gert er ráð fyrir að útboðið verði auglýst í febrúar. Þannig gætu framkvæmdir klárast árið 2022. Í tilkynningu frá OR segir að hönnun endurbyggingar hússins hafi byggt á fimm grundvallarsjónarmiðum: Viðurkenndum lausnum og útfærslum. Hagkvæmni í byggingu og rekstri. Að byggja á núverandi burðarkerfi. Nýtt yfirbragð, hógvært og lágstemmt. Sveigjanleg og heilsusamleg innanrými. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir í tilkynningunni að frá upphafi hafi verið lögð áhersla á að ana ekki að neinu. „Við skoðuðum marga kosti í stöðunni, greindum þá og mátum og teljum okkur nú vera komin að bestu niðurstöðunni. Það gæti líka orðið hagkvæmara að ráðast í framkvæmdir af þessu tagi nú en hefðum við strax rokið af stað. Bæði hefur dregið úr spennu á byggingamarkaði og vextir eru lægri. Endurbyggingin er ekki hafin og við eigum eftir að sjá hvaða áhrif framkvæmdirnar hafa á starfsemina á Bæjarhálsi. Í því sambandi vil ég nefna seiglu samstarfsfólksins alls í Orkuveitunni sem hefur sýnt þolgæði og sveigjanleika við þetta önuga ástand á húsnæðinu.“ Vesturhúsið var rýmt um leið og rakaskemmdirnar uppgötvuðust voru möguleikarnir í stöðunni greindir. Í tilkynningunni segir að margir kostir hafi verið skoðaðir og kynntir almenningi. Til greina hafi meðal annars komið að klæðahúsið gegnsærri veðurkápu eða rífa það. Að endingu var ákveðið að endurbyggja útveggi Vesturhússins en nota áfram það sem heilt. Þar er um að ræða burðarvirki, gólf og ýmis kerfi hússins eins og lyftur og loftræstibúnað. Héraðsdómur Reykjavíkur dómkvaddi matsmenn til að grafast fyrir um orsakir skemmdanna. Þeir eru enn að störfum en forsvarsmenn OR munu meta réttarstöðu fyrirtækisins á grundvelli niðurstöðu þeirra.Hér að neðan má sjá myndband af því hvernig húsið mun líta út. Verkís vinnur hönnun endurbyggingarinnar en Hornsteinar eru arkitektar hússins. Reykjavík Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur mun bjóða út framkvæmdir við endurbyggingu hluta skrifstofuhúsnæðis fyrirtækisins við Bæjarháls. Endurbyggja þarf útveggi hússins eftir að í ljós kom árið 2017 að það var mikið skemmt af raka. Rétta þarf þrjá af fjórum útveggjum hússins af. Gólfflötur neðri hæða mun stækka en efri hæða minnka og mun húsið taka miklum útlitsbreytingum. Gert er ráð fyrir að útboðið verði auglýst í febrúar. Þannig gætu framkvæmdir klárast árið 2022. Í tilkynningu frá OR segir að hönnun endurbyggingar hússins hafi byggt á fimm grundvallarsjónarmiðum: Viðurkenndum lausnum og útfærslum. Hagkvæmni í byggingu og rekstri. Að byggja á núverandi burðarkerfi. Nýtt yfirbragð, hógvært og lágstemmt. Sveigjanleg og heilsusamleg innanrými. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir í tilkynningunni að frá upphafi hafi verið lögð áhersla á að ana ekki að neinu. „Við skoðuðum marga kosti í stöðunni, greindum þá og mátum og teljum okkur nú vera komin að bestu niðurstöðunni. Það gæti líka orðið hagkvæmara að ráðast í framkvæmdir af þessu tagi nú en hefðum við strax rokið af stað. Bæði hefur dregið úr spennu á byggingamarkaði og vextir eru lægri. Endurbyggingin er ekki hafin og við eigum eftir að sjá hvaða áhrif framkvæmdirnar hafa á starfsemina á Bæjarhálsi. Í því sambandi vil ég nefna seiglu samstarfsfólksins alls í Orkuveitunni sem hefur sýnt þolgæði og sveigjanleika við þetta önuga ástand á húsnæðinu.“ Vesturhúsið var rýmt um leið og rakaskemmdirnar uppgötvuðust voru möguleikarnir í stöðunni greindir. Í tilkynningunni segir að margir kostir hafi verið skoðaðir og kynntir almenningi. Til greina hafi meðal annars komið að klæðahúsið gegnsærri veðurkápu eða rífa það. Að endingu var ákveðið að endurbyggja útveggi Vesturhússins en nota áfram það sem heilt. Þar er um að ræða burðarvirki, gólf og ýmis kerfi hússins eins og lyftur og loftræstibúnað. Héraðsdómur Reykjavíkur dómkvaddi matsmenn til að grafast fyrir um orsakir skemmdanna. Þeir eru enn að störfum en forsvarsmenn OR munu meta réttarstöðu fyrirtækisins á grundvelli niðurstöðu þeirra.Hér að neðan má sjá myndband af því hvernig húsið mun líta út. Verkís vinnur hönnun endurbyggingarinnar en Hornsteinar eru arkitektar hússins.
Reykjavík Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira