Lífið

Eftirminnilegasta jólaminningin: Sturlað frekjukast á aðfangadagskvöld

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frábærar jólaminningar frá gestum Einkalífsins.
Frábærar jólaminningar frá gestum Einkalífsins.

Nú eru aðeins tveir dagar til jóla og komið að sérstökum jólaþætti Einkalífsins.

Síðustu gestir þáttarins fengu allir sömu spurninguna eftir tökur á viðtölunum og áttu þeir að rifja upp eftirminnilegustu jólaminninguna.

Svörin voru vægast sagt skemmtileg og voru sögurnar mjög misjafnar. Þeir sem rifjuðu upp jólaminningu eru:  Egill Ásbjarnarson, Birta Abiba Þórhallsdóttir, Vala Kristín Eiríksdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Eva Ruza Miljevic, Steinþór Hróar Steinþórsson, Frosti Logason, Lína Birgitta Sigurðardóttir og Auðunn Blöndal.

Til að mynda sagði Steindi söguna þegar hann var fengin á forsíðu Æskunnar fyrir jólin og það sem lítil stelpa. Vala Kristín gaf eitt sinn vinkonu sinni heldur slæma jólagjöf. Jóhannes Haukur kveikti í sér á aðfangadag, Auddi tók sturlað frekjukast á aðfangdagskvöld og margt fleira.

Einkalífið snýr aftur á Vísi og Stöð 2 Maraþon eftir áramót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×