Innlent

Allt að 15 stiga hiti á morgun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jólamánuðurinn er genginn í garð og fyrstu dagana virðast ætla að fylgja honum töluverð hlýindi, auk hvassviðris og rigningar víða á landinu.
Jólamánuðurinn er genginn í garð og fyrstu dagana virðast ætla að fylgja honum töluverð hlýindi, auk hvassviðris og rigningar víða á landinu. Vísir/vilhelm

Víðáttumikið lægðakerfi norður af Nýfundnalandi sendir nú regnsvæði og sunnanstrekking til landsins. Á morgun er útlit fyrir að enn bæti í vind og rigningu, auk þess sem það heldur áfram að hlýna. Þannig gæti hiti náð allt að fimmtán stigum „þar sem best lætur í hnjúkaþey norðanlands“, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Í dag gæti vindur jafnframt magnast töluvert staðbundið á norðanverðu Snæfellsnesi. Undir kvöld og fram að miðnætti má búast við hvassviðri þar eða jafnvel stormi í vindstrengjum.

Norðaustan og austanlands verður vindur hægur í dag og þurrt að mestu. Hitinn þokast svo upp á við með sunnanáttinni og í kvöld má búast við um þremur til átta stigum. Hiti verður þó um frostmark norðaustantil. Á morgun hlýnar svo enn frekar, eins og áður sagði.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Sunnan og suðvestan 13-20 m/s með rigningu og súld, en úrkomulítið á Austurlandi. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast norðanlands.

Á þriðjudag:
Suðlæg átt og rigning, en þurrt að kalla norðaustanlands. Vestlægari um kvöldið á vestanverðu landinu með éljum og kólnar.

Á miðvikudag:
Ákveðin suðvestan- og vestanátt með éljagangi, en bjartviðri norðaustan- og austanlands. Kólnandi, frost 0 til 5 stig seinnipartinn.

Á fimmtudag:
Vestlæg átt og dálítil él, en þurrt á Suðausturlandi og Austfjörðum. Frost 0 til 10 stig, mest inn til landsins.

Á föstudag:
Útlit fyrir norðanátt með snjókomu eða éljum, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 5 stig.

Á laugardag:
Snýst líklega í suðaustanátt og þykknar upp á Suður- og Vesturlandi, en léttir til fyrir norðan og austanAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.