Lífið

Stjörnulífið: Íslensk söngkona á heimsmælikvarða og ráðherra hélt partý

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhanna Guðrún og Eyþór Ingi stóðu fyrir frábærum jólatónleikum á laugardagskvöldið.
Jóhanna Guðrún og Eyþór Ingi stóðu fyrir frábærum jólatónleikum á laugardagskvöldið.
Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum.Jóhanna Guðrún og Eyþór Ingi stóðu fyrir jólatónleikum í Háskólabíói á föstudags og laugardagskvöldið og voru tónleikarnir heldur betur vel heppnaðir. Blaðamaður Vísis var viðstaddur og þar kom heldur betur í ljós að Jóhanna Guðrún er á heimsmælikvarða. Hún söng Celine Dion lög eins og að drekka vatn og nánast betur en sú kanadíska. Eyþór Ingi var einnig virkilega skemmtilegur og geislaði oft á tíðum á sviðinu. Hann sagði góða brandara allt kvöldið í bland við einlæga og góða flutninga á helstu jólalögum heims.Meðal gesta í salnum á laugardagskvöldið voru þau Kjartan Atli Kjartansson og Pálína María Gunnlaugsdóttir sem mættu með dóttur sína. Körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson lét sig ekki vanta og einnig mátti sjá Ástrósu Tryggvadóttur sem tekur þátt í Allir geta dansað að þessu sinni á Stöð 2. Gospellkór Jóns Vídalíns söng með á tónleikunum sem voru einstaklega vel heppnaðir. Eyþór og Jóhanna halda einnig jólatónleika í Hofi á Akureyri rétt fyrir jól. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra varð 29 ára um helgina og hélt því heljarinnar innflutningspartý/afmæli. Hún segist vera alsæl en fjölmargir alþingismenn létu sjá sig í veislunni.

 
 
 
View this post on Instagram
alsæl með aldurinn og fólkið mitt

A post shared by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) on Dec 1, 2019 at 7:37am PST

Fyrirsætan Ragnheiður Theódórsdóttir skellti sér á veitingastaðinn nýja Punk ásamt vinkonu sinni Heru Gísladóttur. Eigandi staðarins er Ásgeir Kolbeinsson sem er í sambandi með Heru. 

 
 
 
View this post on Instagram
baby

A post shared by Ragnheidur Theodorsdottir (@raggatheo) on Dec 1, 2019 at 2:33pm PST

Áhrifavaldarnir Alexandra Bernhard og Þórunn Ívars skelltu sér í vinkonumyndatöku hjá ljósmyndara.

Snorri Björns kynnti nýjar myndir af hljómsveitinni HATARI.

 
 
 
View this post on Instagram
HATARI grafík eftir Inga Kristján @ingikristjan

A post shared by Snorri Björns (@snorribjorns) on Dec 1, 2019 at 2:51pm PST

Svala Björgvins og Friðrik Ómar komu fram saman á jólatónleikum þessa síðarnefnda, Heima um jólin. 

Ljósmyndarinn, fyrirsætan og áhrifavaldurinn Helgi Ómars fékk mömmu sína í heimsókn til Köben.

 
 
 
View this post on Instagram
Tomorrow’s December, my mom is visiting and life is beautiful

A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson) on Nov 30, 2019 at 11:38am PST

Eva Ruza skellti sér í frí til Tenerife og hefur það greinilega mjög gott ef marka má Instagram söguna hjá áhrifavaldinum. 

 
 
 
View this post on Instagram
Much needed break coming up. Þið finnið mig í bikiní á Tenerife . . . . #tenerife#vacation#urvalutsyn#samstarf

A post shared by Eva Ruza (@evaruza) on Nov 30, 2019 at 9:04am PST

Friðrik Ómar bauð í jólaglögg á sunnudeginum. Margrét Eir mætti með þessa girnilegu köku. Þarna voru meðal annarra Margrét Eir, Birna Björns danskennari, Heiða Ólafs, Erna Hrönn og Selma Björns.

 
 
 
View this post on Instagram
Sharing is caring #friends #cakelove #bakerlifestyle #foodies #divacake #sharingiscaring #sundaybrunch #chrismast #iscoming

A post shared by Margrét Eir (@margreteir) on Dec 2, 2019 at 12:36am PST

Þær Eva María Þórarinsdóttir og Birna Hrönn Björnsdótti hjá Pink Iceland gengu í það heilaga um helgina og var brúðkaupsveislan heldur betur af dýrari gerðinni. Bjartar Sveiflur spiluðu fyrir dansi og Selma Björnsdóttir söng. Hera Björk og Friðrik Ómar voru meðal gesta.

Katrín Tanja naut lífsins með vinkonum í sólinni og hoppaði svo upp í vél til Dúbaí.

Björg Magnúsdóttir, Auður Jónsdóttir og haugur af fólki skellti sér í árlegt jólaboð Forlagsins á föstudagskvöldið.

 
 
 
View this post on Instagram
Við köllum okkur Gleðisveitina. HVAÐ ?!

A post shared by Bjorgm (@bjorgmagnus) on Nov 29, 2019 at 2:41pm PST

Herra Hnetusmjör og Björgvin Halldórsson gáfu út lag saman á föstudag. 

 
 
 
View this post on Instagram
OUT NOW

A post shared by Herra Hnetusmjör (@herrahnetusmjor) on Nov 29, 2019 at 6:18am PST

Of Monsters and Men með enn eina tónleikana, nú er bandið komið til Bandaríkjanna og kom fram í Philadelphiu um helgina.

 
 
 
View this post on Instagram
Thank you Philadelphia and thank you @radio1045 for having us!

A post shared by Brynjar Leifsson (@brimjar) on Dec 1, 2019 at 1:49pm PST

Pálmar Ragnarsson körfuboltaþjálfari og fyrirlesari er einn fjölmargra sem bregður sér í gervi jólasveins í desember. Pálmar og félagar tóku sunnudaginn með trompi. 

Klemens Hannigan í Hatara stendur í framkvæmdum en gaf sér tíma til að smella af einni mynd.

 
 
 
View this post on Instagram
Work work

A post shared by klemens (@klemens_a.k.a_post_thong) on Nov 30, 2019 at 3:20pm PST

Crossfit-stjarnan Þuríður Helgadóttir hefur glímt við meiðsli á öxl. Endurhæfingin heldur áfram.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.