Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2019 18:23 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri. Vísir/Vilhelm Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. Þann 15. janúar 2022 fær Haraldur svo greitt orlof sem hann hefur unnið sér inn á því tímabili sem nefnt er hér að ofan. Þetta kemur fram í starfslokasamningi Haraldar. Frá 1. janúar til 31. mars á næsta ári, tekur Haraldur að sér sérstaka ráðgjöf við dómsmálaráðherra. Sú ráðgjöf mun lúta að framtíðarskipulagi löggæslunnar og mögulegri tilfærslu verkefna á milli löggæslustofnana. Ráðherra getur þar að auki falið Haraldi önnur verkefni á tímabilinu. Frá apríl 2020 til júní 2021 verður Haraldur á launum, án fastrar og reglubundinnar viðveru. Ráðherra getur þó óskað þess að Haraldur taki að sér að vinna tiltekin verkefni. Mánaðarlaun ríkislögreglustjóra eru 1.750 þúsund krónur á mánuði. Hann mun vera á fullum launum í átján mánuði en það samsvarar 31,5 milljón króna í laun. Við það bætast svo biðlaun og orlof. Haraldur hefur verið í embætti ríkislögreglustjóra í 22 ár. Undanfarna mánuði hefur þó hitnað undir honum í embættinu.Sjá einnig: Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóriMannauðsfyrirtækið Attentus skilaði á dögunum niðurstöðu úr starfsánægjukönnun sem fyrirtækið framkvæmdi hjá ríkislögreglustjóra. Fréttastofa hefur kallað eftir niðurstöðu könnunarinnar frá dómsmálaráðuneytinu en ekki fengið. Samkvæmt heimildum Vísis mun stærstur hluti samstarfsfólks Haraldar hjá embætti ríkislögreglustjóra ekki gefa samskiptunum við fráfarandi ríkislögreglustjóra háa einkunn. Átta af níu lögreglustjórum á landinu lýstu yfir vantrausti á Harald í september síðastliðnum. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur ekki áminntur því hann lofaði að gæta orða sinna Í skýringum dómsmálaráðuneytisins á hvers vegna ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna samskipta við tvo fjölmiðlamenn kemur fram að hann hafi misskilið ákvæði laga sem hann vísaði til. 29. október 2019 18:01 Breytingar á löggæslu gætu haft áhrif á stöðu þriggja lögreglustjóra Sameining embættis ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum gæti haft áhrif á stöður þriggja lögreglustjóra. Lögreglustjórar allra umdæma funduðu með dómsmálaráðherra í dag vegna breytinga sem ráðherra hyggst gera á löggæslu. 26. nóvember 2019 18:30 Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Áslaug Arna var ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra Áslaug tekur undir að fjölmiðlafárið sé að miklu leyti komið til vegna þess að Haraldur sjálfur fór í umrætt viðtal og segist hún hafa verið ósátt við framgöngu hans í viðtalinu. 17. október 2019 20:30 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. Þann 15. janúar 2022 fær Haraldur svo greitt orlof sem hann hefur unnið sér inn á því tímabili sem nefnt er hér að ofan. Þetta kemur fram í starfslokasamningi Haraldar. Frá 1. janúar til 31. mars á næsta ári, tekur Haraldur að sér sérstaka ráðgjöf við dómsmálaráðherra. Sú ráðgjöf mun lúta að framtíðarskipulagi löggæslunnar og mögulegri tilfærslu verkefna á milli löggæslustofnana. Ráðherra getur þar að auki falið Haraldi önnur verkefni á tímabilinu. Frá apríl 2020 til júní 2021 verður Haraldur á launum, án fastrar og reglubundinnar viðveru. Ráðherra getur þó óskað þess að Haraldur taki að sér að vinna tiltekin verkefni. Mánaðarlaun ríkislögreglustjóra eru 1.750 þúsund krónur á mánuði. Hann mun vera á fullum launum í átján mánuði en það samsvarar 31,5 milljón króna í laun. Við það bætast svo biðlaun og orlof. Haraldur hefur verið í embætti ríkislögreglustjóra í 22 ár. Undanfarna mánuði hefur þó hitnað undir honum í embættinu.Sjá einnig: Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóriMannauðsfyrirtækið Attentus skilaði á dögunum niðurstöðu úr starfsánægjukönnun sem fyrirtækið framkvæmdi hjá ríkislögreglustjóra. Fréttastofa hefur kallað eftir niðurstöðu könnunarinnar frá dómsmálaráðuneytinu en ekki fengið. Samkvæmt heimildum Vísis mun stærstur hluti samstarfsfólks Haraldar hjá embætti ríkislögreglustjóra ekki gefa samskiptunum við fráfarandi ríkislögreglustjóra háa einkunn. Átta af níu lögreglustjórum á landinu lýstu yfir vantrausti á Harald í september síðastliðnum.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur ekki áminntur því hann lofaði að gæta orða sinna Í skýringum dómsmálaráðuneytisins á hvers vegna ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna samskipta við tvo fjölmiðlamenn kemur fram að hann hafi misskilið ákvæði laga sem hann vísaði til. 29. október 2019 18:01 Breytingar á löggæslu gætu haft áhrif á stöðu þriggja lögreglustjóra Sameining embættis ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum gæti haft áhrif á stöður þriggja lögreglustjóra. Lögreglustjórar allra umdæma funduðu með dómsmálaráðherra í dag vegna breytinga sem ráðherra hyggst gera á löggæslu. 26. nóvember 2019 18:30 Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Áslaug Arna var ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra Áslaug tekur undir að fjölmiðlafárið sé að miklu leyti komið til vegna þess að Haraldur sjálfur fór í umrætt viðtal og segist hún hafa verið ósátt við framgöngu hans í viðtalinu. 17. október 2019 20:30 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Haraldur ekki áminntur því hann lofaði að gæta orða sinna Í skýringum dómsmálaráðuneytisins á hvers vegna ríkislögreglustjóri var ekki áminntur vegna samskipta við tvo fjölmiðlamenn kemur fram að hann hafi misskilið ákvæði laga sem hann vísaði til. 29. október 2019 18:01
Breytingar á löggæslu gætu haft áhrif á stöðu þriggja lögreglustjóra Sameining embættis ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum gæti haft áhrif á stöður þriggja lögreglustjóra. Lögreglustjórar allra umdæma funduðu með dómsmálaráðherra í dag vegna breytinga sem ráðherra hyggst gera á löggæslu. 26. nóvember 2019 18:30
Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49
Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59
Áslaug Arna var ósátt við viðtal ríkislögreglustjóra Áslaug tekur undir að fjölmiðlafárið sé að miklu leyti komið til vegna þess að Haraldur sjálfur fór í umrætt viðtal og segist hún hafa verið ósátt við framgöngu hans í viðtalinu. 17. október 2019 20:30