Hafa ráðið einkaspæjara til að rannsaka hvarf Jóns Þrastar Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2019 08:27 Síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield-spítalann í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Systir Jóns Þrastar Jónssonar, íslensks manns sem hvarf í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur, ásamt unnustu hans, ráðið írskan einkaspæjara til aðstoðar við leitina. Þetta kemur fram í viðtali írska dagblaðsins The Irish Sun við systur Jóns Þrastar sem birtist í morgun. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Upptökur úr öryggismyndavélum hafa varpað ljósi á ferðir hans umræddan dag en síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield-spítalann í borginni.Grunar að eitthvað hafi komið fyrir hann Anna Hildur Jónsdóttir, systir Jóns Þrastar, lýsir því í viðtali við Irish Sun að hún sé hrædd um að bróðir sinn finnist ekki á lífi. Þá gruni hana jafnvel að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við hvarfið og segist fullviss um að Jón Þröstur hefði aldrei „flúið“ líf sitt á Íslandi. „Við verðum að komast að því hvað kom fyrir Jón. Börnin hans eiga rétt á því að vita það. Hugsanirnar og spurningarnar munu fylgja okkur ævilangt,“ segir Anna Hildur við Irish Sun.Sjá einnig: Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“Jón Þröstur er pókerspilari og hafði tekið þátt í pókermóti á meðan á dvöl hans í Dyflinni stóð. „Mig grunar að honum hafi ekki gengið ýkja vel í pókerleiknum. Ef til vill komst hann í slæman félagsskap eftir [leikinn]. Kannski vann hann of mikið og þeim líkaði það ekki. Ég held að eitthvað hafi komið fyrir hann.“ Tekur við viðkvæmum upplýsingum í trúnaði Lögregla á Írlandi hefur farið með rannsókn málsins. Umfangsmikilli leit að Jóni Þresti var strax hrundið af stað og skyldmenni hans hafa mörg verið með annan fótinn á Írlandi síðan. Lítið hefur farið fyrir leitinni síðustu mánuði en í frétt Irish Sun segir að Anna Hildur, ásamt Jönu Guðjónsdóttur, unnustu Jóns Þrastar, hafi ráðið írska einkaspæjarann Liam Brady til að rannsaka hvarfið. Haft er eftir Brady í frétt blaðsins að hann leiti upplýsinga sem almenningur sé ef til vill smeykur við að láta lögreglu í té. Búi fólk yfir slíkum upplýsingum geti það leitað til hans í trúnaði, m.a. í gegnum netfangið liam@liamabrady.ie. Í frétt Irish Sun segir að Brady hafi rannsakað hvarf fimmtán ára írskrar stúlku, Amy Fitzpatrick, á Spáni árið 2008. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún kvaddi vinkonu sína við hús þeirrar síðarnefndu. Ári eftir að hún hvarf barst móður hennar krafa um lausnargjald en ekkert kom út úr því. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15 Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11 Fjölskylda Jóns Þrastar biðlar enn til almennings: „Einhver sá eitthvað“ Tæplega fimm mánuðir eru liðnir frá því að Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dyflinni á Írlandi. 25. júní 2019 17:58 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Systir Jóns Þrastar Jónssonar, íslensks manns sem hvarf í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur, ásamt unnustu hans, ráðið írskan einkaspæjara til aðstoðar við leitina. Þetta kemur fram í viðtali írska dagblaðsins The Irish Sun við systur Jóns Þrastar sem birtist í morgun. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Upptökur úr öryggismyndavélum hafa varpað ljósi á ferðir hans umræddan dag en síðast sást til Jóns Þrastar við Highfield-spítalann í borginni.Grunar að eitthvað hafi komið fyrir hann Anna Hildur Jónsdóttir, systir Jóns Þrastar, lýsir því í viðtali við Irish Sun að hún sé hrædd um að bróðir sinn finnist ekki á lífi. Þá gruni hana jafnvel að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað í tengslum við hvarfið og segist fullviss um að Jón Þröstur hefði aldrei „flúið“ líf sitt á Íslandi. „Við verðum að komast að því hvað kom fyrir Jón. Börnin hans eiga rétt á því að vita það. Hugsanirnar og spurningarnar munu fylgja okkur ævilangt,“ segir Anna Hildur við Irish Sun.Sjá einnig: Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“Jón Þröstur er pókerspilari og hafði tekið þátt í pókermóti á meðan á dvöl hans í Dyflinni stóð. „Mig grunar að honum hafi ekki gengið ýkja vel í pókerleiknum. Ef til vill komst hann í slæman félagsskap eftir [leikinn]. Kannski vann hann of mikið og þeim líkaði það ekki. Ég held að eitthvað hafi komið fyrir hann.“ Tekur við viðkvæmum upplýsingum í trúnaði Lögregla á Írlandi hefur farið með rannsókn málsins. Umfangsmikilli leit að Jóni Þresti var strax hrundið af stað og skyldmenni hans hafa mörg verið með annan fótinn á Írlandi síðan. Lítið hefur farið fyrir leitinni síðustu mánuði en í frétt Irish Sun segir að Anna Hildur, ásamt Jönu Guðjónsdóttur, unnustu Jóns Þrastar, hafi ráðið írska einkaspæjarann Liam Brady til að rannsaka hvarfið. Haft er eftir Brady í frétt blaðsins að hann leiti upplýsinga sem almenningur sé ef til vill smeykur við að láta lögreglu í té. Búi fólk yfir slíkum upplýsingum geti það leitað til hans í trúnaði, m.a. í gegnum netfangið liam@liamabrady.ie. Í frétt Irish Sun segir að Brady hafi rannsakað hvarf fimmtán ára írskrar stúlku, Amy Fitzpatrick, á Spáni árið 2008. Ekkert hefur spurst til hennar síðan hún kvaddi vinkonu sína við hús þeirrar síðarnefndu. Ári eftir að hún hvarf barst móður hennar krafa um lausnargjald en ekkert kom út úr því.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15 Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11 Fjölskylda Jóns Þrastar biðlar enn til almennings: „Einhver sá eitthvað“ Tæplega fimm mánuðir eru liðnir frá því að Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dyflinni á Írlandi. 25. júní 2019 17:58 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu. 16. júní 2019 19:15
Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11
Fjölskylda Jóns Þrastar biðlar enn til almennings: „Einhver sá eitthvað“ Tæplega fimm mánuðir eru liðnir frá því að Jón Þröstur Jónsson sást síðast í Dyflinni á Írlandi. 25. júní 2019 17:58
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?