Sundstelpurnar settu nýtt landsmet í boðsundi á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2019 13:45 Íslensku sveitina skipuðu frá vinstri: Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir. Mynd/SSÍ Anton Sveinn Mckee var ekki sá eini sem setti met í morgun á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem fer fram þessa dagana í Glasgow í Skotlandi. Íslensku sundstelpurnar voru líka á metaveiðum.Dadó Fenrir Jasmínuson reið á vaðið af Íslendingunum í morgun þegar hann synti 50 metra skriðsund á tímanum 22,59 sekúndur sem er 30/100 frá hans besta tíma í greininni. Taktfast og gott sund og Dadó vantaði í raun bara herslumuninn á að bæta tímann sinn. Þá var komið að Eygló Ósk Gústafsdóttur í 200 metra baksundi, en það er hennar besta grein. Hún synti á 2:10,46 sem er besti tími hennar á árinu. Hún á best frá því á EM25 í Ísrael 2015, 2:03,53 sem jafnframt er Íslandsmet. Sundið hennar var mun betur úrfært en 100 metra sundið hennar í fyrradag þar sem hún náði litlum takti. Nú var augljóst að hún var að synda sitt sund sem er jákvætt, hún er mun sterkari en hún hefur verið og verkefni næstu vikna og mánaða verður að viðhalda styrknum og ná upp hraða. Svo kom að þætti Antons Sveins Mckee. Hann setti í morgun sjötta Íslandsmetið sitt í jafnmörgum sundum hér á mótinu. Tíminn hans frá í morgun (57,21 sekúndur) er núna á topp tíu besta tíma í heiminum á þessu ári og er jafnframt sá áttundi bestií Evrópu. Það verður því gaman að fylgjast með honum í milliriðlunum í kvöld. Næst stakk sér til sunds Kristinn Þórarinsson í 200 metra fjórsund. Hann náði tímanum 2:00,44 mín. sem er rétt aðeins frá hans besta (2:00,04) en töluvert betra en hann átti á ÍM25 í nóvember (2:02,87 mín.). Að sundi loknu sagði Kristinn að hann hefði gert sér vonir um meira, en hann á eftir að synda 100 metra fjórsund og 50 metra baksund. Í lokin var boðsund 4x50 metra skriðsund kvenna. Íslensku sveitina skipuðu þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir (25,48), Ingibjörg Kristín Jónsdóttir (24,64), Snæfríður Sól Jórunnardóttir (25,04) og Eygló Ósk Gústafsdóttir (25,78). Þær komu inn á tímanum 1:40,94 sem er nýtt landsmet. Þess má til gamans geta að Ingibjörg Kristín átti einnig þátt í gamla landsmetinu frá árinu 2009 í Istanbul. Þar synti íslenska sveitin á tímanum 1:42,90 mín., þannig þetta var tveggja sekúnda bæting þrátt fyrir að árið 2009 væri ennþá verið að synda í gömlu plastgöllunum. Önnur skemmtileg staðreynd er að árið 2009 var Hrafnhildur Lúthersdóttir í sveit Íslands, en hún sat á pöllunum hér Glasgow og horfði á gamla metið sett falla. Sund Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Sjá meira
Anton Sveinn Mckee var ekki sá eini sem setti met í morgun á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem fer fram þessa dagana í Glasgow í Skotlandi. Íslensku sundstelpurnar voru líka á metaveiðum.Dadó Fenrir Jasmínuson reið á vaðið af Íslendingunum í morgun þegar hann synti 50 metra skriðsund á tímanum 22,59 sekúndur sem er 30/100 frá hans besta tíma í greininni. Taktfast og gott sund og Dadó vantaði í raun bara herslumuninn á að bæta tímann sinn. Þá var komið að Eygló Ósk Gústafsdóttur í 200 metra baksundi, en það er hennar besta grein. Hún synti á 2:10,46 sem er besti tími hennar á árinu. Hún á best frá því á EM25 í Ísrael 2015, 2:03,53 sem jafnframt er Íslandsmet. Sundið hennar var mun betur úrfært en 100 metra sundið hennar í fyrradag þar sem hún náði litlum takti. Nú var augljóst að hún var að synda sitt sund sem er jákvætt, hún er mun sterkari en hún hefur verið og verkefni næstu vikna og mánaða verður að viðhalda styrknum og ná upp hraða. Svo kom að þætti Antons Sveins Mckee. Hann setti í morgun sjötta Íslandsmetið sitt í jafnmörgum sundum hér á mótinu. Tíminn hans frá í morgun (57,21 sekúndur) er núna á topp tíu besta tíma í heiminum á þessu ári og er jafnframt sá áttundi bestií Evrópu. Það verður því gaman að fylgjast með honum í milliriðlunum í kvöld. Næst stakk sér til sunds Kristinn Þórarinsson í 200 metra fjórsund. Hann náði tímanum 2:00,44 mín. sem er rétt aðeins frá hans besta (2:00,04) en töluvert betra en hann átti á ÍM25 í nóvember (2:02,87 mín.). Að sundi loknu sagði Kristinn að hann hefði gert sér vonir um meira, en hann á eftir að synda 100 metra fjórsund og 50 metra baksund. Í lokin var boðsund 4x50 metra skriðsund kvenna. Íslensku sveitina skipuðu þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir (25,48), Ingibjörg Kristín Jónsdóttir (24,64), Snæfríður Sól Jórunnardóttir (25,04) og Eygló Ósk Gústafsdóttir (25,78). Þær komu inn á tímanum 1:40,94 sem er nýtt landsmet. Þess má til gamans geta að Ingibjörg Kristín átti einnig þátt í gamla landsmetinu frá árinu 2009 í Istanbul. Þar synti íslenska sveitin á tímanum 1:42,90 mín., þannig þetta var tveggja sekúnda bæting þrátt fyrir að árið 2009 væri ennþá verið að synda í gömlu plastgöllunum. Önnur skemmtileg staðreynd er að árið 2009 var Hrafnhildur Lúthersdóttir í sveit Íslands, en hún sat á pöllunum hér Glasgow og horfði á gamla metið sett falla.
Sund Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Sjá meira