Innlent

Á­kveðin norð­austan­átt leikur nú um landið og næsta lægð nálgast

Atli Ísleifsson skrifar
Má búast við dálítilli snjókomu eða éljum á Norður- og Austurlandi.
Má búast við dálítilli snjókomu eða éljum á Norður- og Austurlandi. veðurstofan
Ákveðin norðaustanátt leikur nú um landið og ríkir sums staðar stormur á Vestfjörðum og við Vatnajökul fram eftir morgni. Annars er hægari vindur og hiti kringum frostmark.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Spáð er norðaustan 10 til 18 metrum á sekúndu og skýjað, en 18 til 23 metrum með snjókomu eða skafrenningi suðaustanlands og á Vestfjörðum fram eftir morgni.

Má búast við dálítilli snjókomu eða éljum á Norður- og Austurlandi, en dregur úr vindi og úrkomu seinni partinn og kólnar heldur. Bjartviðri verður sunnan- og vestanlands í dag.

„Á morgun kemur næsta lægð í heimsókn með vaxandi suðaustanátt og slyddu, en síðar rigningu sunnan og vestan til. Vindur helst mun hægari á Norðausturlandi fram undir kvöld, en hvessir þá einnig þar og fer að snjóa. Jafnframt lægir þá sunnan- og vestanlands. Hlýnar heldur á morgun, þó hiti haldist að mestu neðan frostmarks í innsveitum norðaustanlands.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag: Gengur í suðaustan 13-18 m/s með snjókomu, en slyddu eða rigningu við S-ströndina seinni partinn. Hægari NA-lands framan af degi, en hvessir undir kvöld og fer að snjóa þar. Hiti um 4 stig syðst á landinu, annars 0 til 10 stiga frost, kaldast á NA-landi.

Á þriðjudag: Útlit fyrir að gangi í norðan- og norðaustanstórhríð á N- og A-verðu landinu, annars hægara og úrkomuminna. Hiti kringum frostmark.

Á miðvikudag: Útlit fyrir norðanhvassviðri eða -storm með snjókomu eða éljagangi, en bjartviðri sunnan heiða. Dregur úr vindi og ofankomu um kvöldið og kólnar í veðri.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag: Líklega ákveðin norðan- og norðaustanátt með ofankomu og köldu veðri, en bjartviðri sunnan heiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×