Lífið

Litla föndurhornið: Jólasleif

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jólaföndrið 8.desember.
Jólaföndrið 8.desember.

Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið, vikulegan lið hér á Vísi. Í desember ætlar hún að deila einu jólaföndri á dag með lesendum Vísis alveg fram að jólum. Í dag 8. desember sýnir hún hvernig á að gera jólaskraut úr sleif. Við gefum Kristbjörgu orðið.

Kristbjörg Ólafsdóttir Mynd/Vísir

Í haust þá fór ég með systrum mínum og mágkonum á flóamarkað og sá þessa sleif, eða réttara sagt, ég sá möguleikana sem þessi sleif hafði. Þannig að auðvitað varð hún að koma heim með mér.  Það fyrsta sem ég gerði var að fara á Google og finna myndir af jólasveinum. Ég sá strax fyrir mér jólasvein en jólatré eða snjókarl, það kæmi líka ótrúlega krúttlega út.

Munið þið eftir aðferðinni sem ég kenndi ykkur um daginn, þessi hérna. Ég notaði hana sem sagt og færði jólasveinahöfuðið þannig yfir á bakið á sleifinni, bakið var sléttara, auðveldara að vinna þannig.
Sjá einnig: Að færa texta yfir á við 

Rauð, hvít og bleik málning, svartur „paintmarker“ og málið dautt.

Ég fann þessi ber í jólaföndurpokanum mínum (já, ég er með spes poka fyrir jólaföndur, en mér til varnar, hann er lítill), og þessi borði kom af jólagjöf í fyrra. Ég festi þetta á sleifina með elsku límbyssunni minni og jólasleif var fædd. Krúttlegt ekki… ok þið eruð líklegast öll farin fram í eldhús til að vita hvort að þið eigið ekki auka sleifar til að gera þetta.

Bara smá ábending, ef þið treystið ykkur ekki til að teikna eða mála, þá er auðveldlega hægt að redda sér með sætum límmiða. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.