Lífið

Áhrifavaldur og landsliðsmaður eiga von á barni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Móeiður og Hörður á góðri stundu.
Móeiður og Hörður á góðri stundu.

Móeiður Lárusdóttir, bloggari og áhrifavaldur, og Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsmaður í knattspyrnu, eiga von á barni. Þetta tilkynnti parið um á Instagram í gær.

„Pabbi og mamma,“ skrifaði Móeiður í færslu sinni og birti með mynd af hinum verðandi foreldrum, ásamt hundi sínum og sónarmynd af krílinu. 


 
 
 
View this post on Instagram
Pabbi & Mamma
A post shared by Móeiður Lárusdóttir (@moeidur) on

Móeiður og Hörður hafa verið saman um árabil, eða síðan árið 2013, og eru bæði 26 ára. Barnið sem nú er á leiðinni í heiminn verður frumburður parsins.

Móeiður og Hörður hafa komið víða við en búa um þessar mundir saman í Moskvu í Rússlandi, þar sem Hörður spilar með knattspyrnuliðinu CSKA Mosvka.

Móeiður hefur lokið námi við Hússtjórnarskóla Reykjavíkur og bloggaði um langt skeið á vefsíðunni Femme.is. Þá státar hún af nær tíu þúsund fylgjendum á Instagram. Hörður var fyrst valinn í A-landsliðshóp árið 2014 og hefur m.a. spilað með Fram og Bristol City.


 
 
 
View this post on Instagram
Dream place, dream guy #lexasig
A post shared by Móeiður Lárusdóttir (@moeidur) on


Tengdar fréttir

Gylfi skipulagði afmæli Alexöndru

Alexandra Helga Ívarsdóttir, unnusta Gylfa Þórs Sigurðssonar, fagnaði afmæli sínu um helgina í góðra vina hópi. Gylfi skipulagði gleðina og flaug með ástinni sinni til Íslands til að halda upp á afmælið.

Fjarsamband heillaði þau ekki

Bloggarinn Móeiður Lárusdóttir er búsett í Bristol en hún býr þar ásamt kærasta sínum, fótboltamanninum Herði Björgvini Magnússyni. Hún segir lífið og tilveruna í Bristol leika við þau skötuhjú.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.