Lífið

Jói Ásbjörns mátti ekki fara í klippingu í meira en tvo mánuði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Til vinstri má sjá mynd af þeim saman fyrir átakið og til hægri má sjá mynd af þeim rétt fyrir klippingu.
Til vinstri má sjá mynd af þeim saman fyrir átakið og til hægri má sjá mynd af þeim rétt fyrir klippingu.
Jóhannes Ásbjörnsson og félagi hans Elmar Freyr tóku veðmál í september. Báðir áttu þeir að koma sér undir 90 kílóin og máttu ekki fara í klippingu á meðan verkefninu stóð.

Báðir eru þeir nokkuð þunnhærðir og því hafa þeir rakað á sér höfuðið í mörg ár. Það verður að segja alveg eins og er að þeir hafa báðir séð betri daga þegar hárið tók að vaxa.

Átakið hófst 5. september og lauk því þann 19. nóvember. Þann tíma höfðu þeir ekki farið í hársnyrtingu. Jóhannes Ásbjörnsson, oft kenndur við Hamborgarafabrikkuna og fleiri veitingastaði, fer yfir söguna í færslu á Facebook.

„Þá er þessu stutta og sérkennilega ferðalagi okkar lokið. Þann 15. nóvember skriðum við niður fyrir 90 kílógrömm. Og hvað höfum við lært? Kannski það helst að ef rétti hvatinn er til staðar, hver svo sem hann er, þá er auðveldara að halda sér við efnið,“ segir Jóhannes.

Í ljósi þess hyggjast þeir ekki ætla sér að safna hári í nánustu framtíð.

Þann 15. nóvember fóru þeir báðir í mælingu:

Staðan eftir 72 daga: Elmar - 89,7 kg. / 11,7 kg. farin / 162,5 gr.pr.dag

                                  Jói - 89,1 kg. / 10,3 kg. farin / 143,1 gr.pr.dag








Fleiri fréttir

Sjá meira


×