Dansa á landamærum ástar og örvæntingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. nóvember 2019 21:49 Einar Lövdahl Gunnlaugsson og Egill Jónsson skipa dúóið LØV & LJÓN. Mynd/Hjördís Eyþórsdóttir Hljómsveitin LØV & LJÓN gaf í nótt út sína fyrstu plötu, sem ber titilinn Nætur. Sveitin, sem skipuð er tveimur æskuvinum úr Vesturbænum, vonast til þess að platan lýsi upp svartasta skammdegið sem framundan er. „Platan var tekin upp og unnin hér og þar — svo sem í Reykjavík, Stokkhólmi, London og Apavatni — og eingöngu þegar fílingurinn var til staðar, sem var oftar en ekki undir kraftbjörtu tunglskini,“ segir Einar Lövdahl Gunnlaugsson, aðalsöngvari LØV & LJÓN í samtali við Vísi. Hljómsveitin hóf formlega göngu sína í október með útgáfu lagsins Ég gef þér allt mitt líf, ábreiðu af diskóslagaranum vinsæla. Í sveitinni eru áðurnefndur Einar og Egill Jónsson, sem spilar á svo gott sem öll hljóðfærin á nýju plötunni. Egill útsetur einnig lögin og stýrir upptökum. „Hann er snillingurinn,“ segir Einar.Þó að LØV & LJÓN hafi fyrst sett mark sitt á íslenska tónlistarsenu með ábreiðu eru lögin á plötunni Nætur öll frumsamin. Titilinn má rekja til þess að hvert lag plötunnar dregur upp svipmynd sem á sér stað að næturlagi. Þá hverfast lögin flest um ástina – og dansa jafnvel á landamærum hennar og örvæntingarinnar sjálfrar. „Sem er höfuðeinkenni allra öflugustu ástarlaganna,“ segir Egill. Einar og Egill hafa verið bestu vinir frá sex ára aldri og leitt hesta sína saman við hin ýmsu tilefni í gegnum tíðina. Egill stundar nú nám í Svíþjóð en Einar heldur til heima á Íslandi við leik og störf. „Það er ekki verra að vera með annan fótinn í Stokkhólmi þegar popptónlist er annars vegar, enda hreinræktuð höfuðborg poppsins, eins og þú veist. Þá erum við ekki bara að tala um áhrifavalda eins og ABBA, Robyn og Avicii, heldur er m.a.s. Gamli Nói upphaflega sænskur banger!“ segir Egill. Það er það einlæg von, sem og yfirlýst markmið, dúósins að platan lýsi upp svartasta skammdegið sem framundan er. „Skammdegið þarf ekki að vera þungt og leiðinlegt. Skemmtileg tónlist getur breytt því í dansrými með glitrandi ljósum, enda er best að dansa í dimmu,“ segir Einar. Plötuna Nætur má nálgast í heild sinni á Spotify. Þá var fyrsta smáskífan af plötunni, lagið Kaflaskil, frumflutt í útvarpi í dag og mun líklega óma í viðtækjum landsmanna næstu misserin. Tónlist Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Hljómsveitin LØV & LJÓN gaf í nótt út sína fyrstu plötu, sem ber titilinn Nætur. Sveitin, sem skipuð er tveimur æskuvinum úr Vesturbænum, vonast til þess að platan lýsi upp svartasta skammdegið sem framundan er. „Platan var tekin upp og unnin hér og þar — svo sem í Reykjavík, Stokkhólmi, London og Apavatni — og eingöngu þegar fílingurinn var til staðar, sem var oftar en ekki undir kraftbjörtu tunglskini,“ segir Einar Lövdahl Gunnlaugsson, aðalsöngvari LØV & LJÓN í samtali við Vísi. Hljómsveitin hóf formlega göngu sína í október með útgáfu lagsins Ég gef þér allt mitt líf, ábreiðu af diskóslagaranum vinsæla. Í sveitinni eru áðurnefndur Einar og Egill Jónsson, sem spilar á svo gott sem öll hljóðfærin á nýju plötunni. Egill útsetur einnig lögin og stýrir upptökum. „Hann er snillingurinn,“ segir Einar.Þó að LØV & LJÓN hafi fyrst sett mark sitt á íslenska tónlistarsenu með ábreiðu eru lögin á plötunni Nætur öll frumsamin. Titilinn má rekja til þess að hvert lag plötunnar dregur upp svipmynd sem á sér stað að næturlagi. Þá hverfast lögin flest um ástina – og dansa jafnvel á landamærum hennar og örvæntingarinnar sjálfrar. „Sem er höfuðeinkenni allra öflugustu ástarlaganna,“ segir Egill. Einar og Egill hafa verið bestu vinir frá sex ára aldri og leitt hesta sína saman við hin ýmsu tilefni í gegnum tíðina. Egill stundar nú nám í Svíþjóð en Einar heldur til heima á Íslandi við leik og störf. „Það er ekki verra að vera með annan fótinn í Stokkhólmi þegar popptónlist er annars vegar, enda hreinræktuð höfuðborg poppsins, eins og þú veist. Þá erum við ekki bara að tala um áhrifavalda eins og ABBA, Robyn og Avicii, heldur er m.a.s. Gamli Nói upphaflega sænskur banger!“ segir Egill. Það er það einlæg von, sem og yfirlýst markmið, dúósins að platan lýsi upp svartasta skammdegið sem framundan er. „Skammdegið þarf ekki að vera þungt og leiðinlegt. Skemmtileg tónlist getur breytt því í dansrými með glitrandi ljósum, enda er best að dansa í dimmu,“ segir Einar. Plötuna Nætur má nálgast í heild sinni á Spotify. Þá var fyrsta smáskífan af plötunni, lagið Kaflaskil, frumflutt í útvarpi í dag og mun líklega óma í viðtækjum landsmanna næstu misserin.
Tónlist Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira