Innlent

Samkomulag um styttingu vinnuviku

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fréttablaðið/Anton Brink
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Fréttablaðið/Anton Brink Fréttablaðið/Anton Brink
BSRB hefur náð samkomulagi við alla viðsemjendur sína, það er ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga, um útfærslu styttingu vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki.

Í tilkynningu frá BSRB kemur fram að vegna trúnaðar í kjaraviðræðunum sé ekki á þessari stundu hægt að greina nánar frá útfærslunni.

„Sú útfærsla sem sátt hefur náðst um varðandi styttingu vinnutíma dagvinnufólks hefur verið samþykkt með fyrirvara um að bandalagið nái ásættanlegri niðurstöðu í öðrum málum sem eftir er að leysa úr í kjaraviðræðunum,“ er haft eftir Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formanni BSRB.

Sonja segir að það sé skýr krafa að lengra verði gengið í styttingu vinnuviku hjá vaktavinnufólki. Verkefnið fram undan sé að útfæra þá styttingu.

Í stefnu BSRB sem samþykkt var á þingi sambandsins í október á síðasta ári segir að lögfesta þurfi styttingu vinnuvikunnar í 35 stundir án kjaraskerðingar. Þá verði vinnuvika vaktavinnufólks 80 prósent af vinnuviku dagvinnufólks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×