Þorsteinn Már segir sig úr stjórn norskrar útgerðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2019 19:17 Þorsteinn Már Baldvinsson steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja í síðustu viku. Vísir/vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson hefur sagt sig úr stjórn norska útgerðarfyrirtækisins Nergård. Samherji eignaðist 40% hlut í fyrirtækinu árið 2017. Greint er frá málinu á vef norska miðilsins E24. Haft er eftir Tommy Torvanger forstjóra Nergård að Þorsteinn hafi hætt í stjórninni. Frekari breytingar á stjórninni hafi þó ekki orðið. Þannig muni Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins, sitja áfram í stjórninni sem nú er skipuð fjórum stjórnarmönnum í stað fimm. Þegar Torvanger var inntur eftir viðbrögðum við Samherjamálinu í síðustu viku sagði hann í samtali við E24 að hann þekkti Þorstein af góðu einu. Þorsteinn hafi verið mikilvægur fyrirtækinu en fylgst verði náið með framgangi mála. Þá mun eignarhlutur Samherja í Nergård eftir sem áður verða um 40%, að sögn Torvangers. Þorsteinn hefur setið í stjórn Nergård síðan árið 2014, sama ár og Samherji keypti fyrst hlut í fyrirtækinu. Þorsteinn steig til hliðar sem forstjóri Samherja eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því að vísbendingar væru um að fyrirtækið hefði greitt embættismönnum í Namibíu milljónir í mútur í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Björgólfur Jóhannesson tók við starfi forstjóra tímabundið. Þorsteinn sagði einnig af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum og hætti auk þess sem stjórnarformaður Síldarvinnslunar vegna málsins. Noregur Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00 Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag. 22. nóvember 2019 14:33 Heinaste kyrrsett í Namibíu Risatogarinn Heineste sem er í eigu Esju Holding, sem Samherji á stóran hlut í, hefur verið kyrrsettur að kröfu yfirvalda í Namibíu. 22. nóvember 2019 12:12 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur sagt sig úr stjórn norska útgerðarfyrirtækisins Nergård. Samherji eignaðist 40% hlut í fyrirtækinu árið 2017. Greint er frá málinu á vef norska miðilsins E24. Haft er eftir Tommy Torvanger forstjóra Nergård að Þorsteinn hafi hætt í stjórninni. Frekari breytingar á stjórninni hafi þó ekki orðið. Þannig muni Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins, sitja áfram í stjórninni sem nú er skipuð fjórum stjórnarmönnum í stað fimm. Þegar Torvanger var inntur eftir viðbrögðum við Samherjamálinu í síðustu viku sagði hann í samtali við E24 að hann þekkti Þorstein af góðu einu. Þorsteinn hafi verið mikilvægur fyrirtækinu en fylgst verði náið með framgangi mála. Þá mun eignarhlutur Samherja í Nergård eftir sem áður verða um 40%, að sögn Torvangers. Þorsteinn hefur setið í stjórn Nergård síðan árið 2014, sama ár og Samherji keypti fyrst hlut í fyrirtækinu. Þorsteinn steig til hliðar sem forstjóri Samherja eftir að fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá því að vísbendingar væru um að fyrirtækið hefði greitt embættismönnum í Namibíu milljónir í mútur í skiptum fyrir ódýran fiskveiðikvóta. Björgólfur Jóhannesson tók við starfi forstjóra tímabundið. Þorsteinn sagði einnig af sér sem stjórnarformaður útgerðarfélagsins Framherja í Færeyjum og hætti auk þess sem stjórnarformaður Síldarvinnslunar vegna málsins.
Noregur Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00 Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag. 22. nóvember 2019 14:33 Heinaste kyrrsett í Namibíu Risatogarinn Heineste sem er í eigu Esju Holding, sem Samherji á stóran hlut í, hefur verið kyrrsettur að kröfu yfirvalda í Namibíu. 22. nóvember 2019 12:12 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Sjá meira
Áhættumat banka Samherja til skoðunar Fjármálaeftirlitið hefur farið fram á það við íslensk fjármálafyrirtæki, sem hafa verið í viðskiptum við Samherja og félög tengd fyrirtækinu, að þau veiti eftirlitinu upplýsingar um áhættumat þeirra gagnvart útgerðarrisanum og eins hvernig reglubundnu eftirliti hafi verið háttað. 21. nóvember 2019 06:00
Ormagryfja spillingar og rangláts kerfis hafi afhjúpast Katrín Oddsdóttir, lögmaður og formaður Stjórnarskrárfélagsins, segir Íslendinga vera góða í að knýja fram breytingar þegar nógu margir standa saman. Það hafi sýnt sig í búsáhaldabyltingunni. Nú sé verið að gera annað áhlaup á eigið kerfi í þeim tilgangi að skapa réttlátt samfélag. 22. nóvember 2019 14:33
Heinaste kyrrsett í Namibíu Risatogarinn Heineste sem er í eigu Esju Holding, sem Samherji á stóran hlut í, hefur verið kyrrsettur að kröfu yfirvalda í Namibíu. 22. nóvember 2019 12:12