Innlent

Maðurinn sem lýst var eftir er fundinn

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Vísir/vilhelm
Ólafur Lárusson er fundinn. Lögreglan lýsti eftir honum í morgun en í gær hvarf hann frá Rangárseli. Lögreglan þakkar veitta aðstoð.



Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ólafi Lárussyni. Ólafur er 44 ára gamall, 182 cm á hæð, grannur með rautt hár. Ólafur er flogaveikur.

Hann var klæddur í hvíta loðfóðraða hettupeysu, brúnar buxur og svarta skó þegar síðast sást til hans. Ólafur fór frá Rangárseli í gær.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ólafs eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112. 

Íbúar í Seljahverfi og nágrenni eru beðnir um að hafa augun sérstaklega opin og leita í nærumhverfi sínu, svo sem görðum, ruslageymslum, stigagöngum og svo framvegis.

Leitarsvæðið hefur nú verið stækkað vegna þess hve langur tími er liðinn síðan Ólafur hvarf frá Rangárseli. Nú er leitað að honum í Reykjavík og nágrenni. 

Fréttin var uppfærð klukkan 11:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×