Segir samfélagið á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 24. nóvember 2019 18:30 Margrét Lillý segir sögu sína í Kompás sem birtist á Vísi á morgun. vísir/villi 17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. „Eina málið með þennan geðsjúkdóm er að maður veit aldrei hvað hún gæti gert næst. Ég hafði nú þegar séð hana drepa páfagaukinn minn beint fyrir framan mig, hún hafði auðvitað svelt mig stundum og alls ekki farið vel með mig eða húsið. Ég varð stundum bara alveg skíthrædd. Ofbeldið var inni í þessu, hún varð mjög ofbeldisfull þegar hun byrjaði að drekka. Það var oft sem hun kýldi í mig eða sparkaði,“ segir Margrét Lillý Einarsdóttir.Klippa: Bjó við vanrækslu og ofbeldiAllt falið út af fjölskyldunni Hún segir alla sögu sína í Kompás sem birtur er klukkan 9 á Vísi á morgun og á Stöð 2 Maraþon. Í þættinum lýsir hún á einlægan hátt viðvarandi vanrækslu og ofbeldi af hendi móður sinnar frá unga aldri. Hún hefur höfðað skaðabótamál gegn Seltjarnarnesbæ þar sem hún telur barnaverndarnefnd ekki hafa sinnt hlutverki sínu og tengir hún viðbragðsleysið við pólitíska stöðu ömmu hennar á Seltjarnarnesi. „Þetta var allt vel falið út af fjölskyldunni minni. Þetta er of fín fjölskylda til að einhver geti verið veikur. Seltjarnarnes er auðvitað mjög lítið samfélag. Allir þekkja alla, allir vita hver amma mín og afi - og mamma mín eru,“ segir Margrét meðal annars í viðtalinu. Kompás hefur undir höndum skýrslur frá lögreglu og barnavernd sem sýna fram á að yfirvöld þekktu vel aðstæður stúlkunnar. Farið verður ítarlega í málið í þættinum og rætt við tengda aðila. Lögmaður Margrétar Lillýjar, Sævar Þór Jónsson, segir að ef barnaverndarkerfið hefði virkað sem skyldi hefðu mæðgurnar báðar fengið viðeigandi aðstoð og stuðning. „Það er alveg augljóst að kerfið hefur ekki bara brugðist stelpunni heldur líka móðurinni,“ segir hann meðal annars. Uppfært 25. nóvember klukkan 09:15: Umfjöllun Kompáss í heild sinni má nálgast hér, og horfa má á þáttinn hér að neðan. Klippa: Kompás - Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Barnavernd Kompás Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
17 ára stúlka sem ólst ein upp hjá móður með geð- og áfengisvanda segir bæjar- og skólastarfsmenn, nágranna og fjölskyldu hafa ítrekað litið fram hjá vanrækslunni og heimilisofbeldinu sem hún varð fyrir af hendi móður sinnar. „Eina málið með þennan geðsjúkdóm er að maður veit aldrei hvað hún gæti gert næst. Ég hafði nú þegar séð hana drepa páfagaukinn minn beint fyrir framan mig, hún hafði auðvitað svelt mig stundum og alls ekki farið vel með mig eða húsið. Ég varð stundum bara alveg skíthrædd. Ofbeldið var inni í þessu, hún varð mjög ofbeldisfull þegar hun byrjaði að drekka. Það var oft sem hun kýldi í mig eða sparkaði,“ segir Margrét Lillý Einarsdóttir.Klippa: Bjó við vanrækslu og ofbeldiAllt falið út af fjölskyldunni Hún segir alla sögu sína í Kompás sem birtur er klukkan 9 á Vísi á morgun og á Stöð 2 Maraþon. Í þættinum lýsir hún á einlægan hátt viðvarandi vanrækslu og ofbeldi af hendi móður sinnar frá unga aldri. Hún hefur höfðað skaðabótamál gegn Seltjarnarnesbæ þar sem hún telur barnaverndarnefnd ekki hafa sinnt hlutverki sínu og tengir hún viðbragðsleysið við pólitíska stöðu ömmu hennar á Seltjarnarnesi. „Þetta var allt vel falið út af fjölskyldunni minni. Þetta er of fín fjölskylda til að einhver geti verið veikur. Seltjarnarnes er auðvitað mjög lítið samfélag. Allir þekkja alla, allir vita hver amma mín og afi - og mamma mín eru,“ segir Margrét meðal annars í viðtalinu. Kompás hefur undir höndum skýrslur frá lögreglu og barnavernd sem sýna fram á að yfirvöld þekktu vel aðstæður stúlkunnar. Farið verður ítarlega í málið í þættinum og rætt við tengda aðila. Lögmaður Margrétar Lillýjar, Sævar Þór Jónsson, segir að ef barnaverndarkerfið hefði virkað sem skyldi hefðu mæðgurnar báðar fengið viðeigandi aðstoð og stuðning. „Það er alveg augljóst að kerfið hefur ekki bara brugðist stelpunni heldur líka móðurinni,“ segir hann meðal annars. Uppfært 25. nóvember klukkan 09:15: Umfjöllun Kompáss í heild sinni má nálgast hér, og horfa má á þáttinn hér að neðan. Klippa: Kompás - Lokuð á heimilinu með geðveikri móður
Barnavernd Kompás Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira