„Það er ákveðinn Trumpismi sem er að ganga“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2019 18:45 Formenn Viðreisnar og Miðflokksins tókust á um ýmis mál. Mynd/Stöð 2. Bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar þakka stefnufestu fyrir ágæta niðurstöðu í nýrri skoðanakönnun MMR. Þorgerður Katrín segir skoðanakönnuna sýna að „ákveðinn Trumpismi“ hafi náð hingað til lands.Sigmundur Davíð og Þorgerður Katrín voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni nú síðdegis þar sem þau fóru um víðan völl. Rætt var um Samherjamálið, loftslagsmál og ýmislegt fleira en fyrst barst talið að skoðanakönnuninni sem birt var í síðustu viku.Þar mældist fylgi við Miðflokkinn 16,8 prósent og er hann næststærsti flokkur landsins samkvæmt þessari könnun, Sjálfstæðisflokkurinn örlítið fylgismeiri. Sigmundur Davíð var spurður hverju hann þakkaði fyrir þess fylgisaukningu en flokkurinn hlaut 10,9 prósent atkvæða í síðustu Alþingiskosningum.Sjá má umræður Sigmundar Davíðs og Þorgerðar Katrín hér að neðan. Víglínuna í heild sinni má sjá neðst í fréttinni.„Meðal annars því að við höfum einsett okkur í því að vera ekki að elta skoðanakannanir heldur að halda okkar striki og tala fyrir stefnu sem við höfum trú á og teljum að með því móti, ef stefnan er skynsamleg eins og við teljum hana vera, að þá skili sér til lengri tíma litið,“ sagði Sigmundur Davíð.Eru þá aðrir flokkar að elta kannanir?„Alltof mikið, of markir komnir í það sem einn þingmaður okkar líkti við það sem sumir bandarískir lögfræðingar eru sagðir gera, að elta sjúkrabíla. Að bregðast við fyrst of fremst umræðu dagsins og reyna að aðlagast henni einhvern veginn í stað þess að hafa heildarsýn, framtíðarsýn og lausnir,“ sagði Sigmundur Davíð.Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar MMR.Mynd/MMRSamkvæmt könnun MMR mælist Viðreisn með 9,7 prósent fylgi, upp um nær þrjú prósentustig frá kosningunum árið 2017. Þorgerður Katrín, líkt og Sigmundur Davíð, þakkaði stefnufestu fyrir þessa aukningu. „Við höfum ekkert hvikað frá okkar stefnu. Að hluta til er ég sammála Sigmundi Davíð með það að það skiptir máli að það sé stöðugleiki í stefnu stjórnmálaflokka. Að menn séu ekki að elta skoðanakannanir, elta hvernig vindurinn blæsir. Það skiptir máli að við í Viðreisn höfum einurð í okkar stefnu að tala fyrir mannréttindum, að tala fyrir alþjóðasamstarfi, að tala fyrir evrunni. Málum sem eru ekkert endilega allt of vinsæl á meðal ekki síst stærstu hagsmunaaðila hjá þjóðinni en við höldum áfram að tala um þetta. Ég held að það sé þýðingarmikið,“ sagði Þorgerður Katrín. Sagði Þorgerður Katrín einnig að sér fyndist skoðanakönnunin umrædda vera áhugaverð og að greina mætti ákveðin áhrif stjórnmála Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hér á landi. „Við erum að detta inn í það sem er að gerast greinilega víða bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Það er ákveðinn Trumpismi sem er að ganga. Sterkir leiðtogar setja fram ákveðna stefnu sem ég verð að segja að því að Sigmundur hefur oft talað um sýndarstjórnmál. Mér finnst þetta vera sýndarstjórnmál,“ sagði Þorgerður Katrín.Alþingi.Vísir/VilhelmVísaði hún meðal annars til stefnu Miðflokksins í orkupakkamálinu. Mér finnst þetta vera nálgun fyrir hina stóru, ekki fyrir hina smáu, einstaklingana. Ekki fyrir fjölskyldurnar og ekki fyrir smærri fyrirtæki. Það er verið að bregða upp einhverri mynd að menn séu mjög staðfastir,“ sagði Þorgerður Katrín og gagnrýndi Sigmund Davíð fyrir stefnu flokksins í loftslagsmálum. Sigmundi Davíð þótti þó greining Þorgerði Katrín vera sérkennileg. „Við erum ekki að hafna því að það sé mikilvægt að bregðast við í umhverfismálum. Þvert á móti erum við að benda á það að þetta sé það mikilvægur málaflokkur að það þurfi raunverulagar lausnir sem að virka. Ekki einhverjar sýndarlausnir sem er stöðugt verið að elta hér, til dæmis það að moka ofan í skurði og eitthvað slíkt. Alþingi Víglínan Tengdar fréttir Miðflokkurinn kominn upp í tæp 17 prósent Fylgi Sjálfstæðisflokksins kominn niður í 18 prósent. 22. nóvember 2019 13:52 Á miklu flugi í skoðanakönnunum Miðflokkurinn mælist nánast jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn í nýrri skoðanakönnun. Formaður Miðflokksins segir þetta merki um að kjósendur vilji ekki að hann sveiflist með tíðarandanum hverju sinni. Prófessor segir erfitt að segja til um framhaldið. 23. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Bæði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar þakka stefnufestu fyrir ágæta niðurstöðu í nýrri skoðanakönnun MMR. Þorgerður Katrín segir skoðanakönnuna sýna að „ákveðinn Trumpismi“ hafi náð hingað til lands.Sigmundur Davíð og Þorgerður Katrín voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni nú síðdegis þar sem þau fóru um víðan völl. Rætt var um Samherjamálið, loftslagsmál og ýmislegt fleira en fyrst barst talið að skoðanakönnuninni sem birt var í síðustu viku.Þar mældist fylgi við Miðflokkinn 16,8 prósent og er hann næststærsti flokkur landsins samkvæmt þessari könnun, Sjálfstæðisflokkurinn örlítið fylgismeiri. Sigmundur Davíð var spurður hverju hann þakkaði fyrir þess fylgisaukningu en flokkurinn hlaut 10,9 prósent atkvæða í síðustu Alþingiskosningum.Sjá má umræður Sigmundar Davíðs og Þorgerðar Katrín hér að neðan. Víglínuna í heild sinni má sjá neðst í fréttinni.„Meðal annars því að við höfum einsett okkur í því að vera ekki að elta skoðanakannanir heldur að halda okkar striki og tala fyrir stefnu sem við höfum trú á og teljum að með því móti, ef stefnan er skynsamleg eins og við teljum hana vera, að þá skili sér til lengri tíma litið,“ sagði Sigmundur Davíð.Eru þá aðrir flokkar að elta kannanir?„Alltof mikið, of markir komnir í það sem einn þingmaður okkar líkti við það sem sumir bandarískir lögfræðingar eru sagðir gera, að elta sjúkrabíla. Að bregðast við fyrst of fremst umræðu dagsins og reyna að aðlagast henni einhvern veginn í stað þess að hafa heildarsýn, framtíðarsýn og lausnir,“ sagði Sigmundur Davíð.Niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar MMR.Mynd/MMRSamkvæmt könnun MMR mælist Viðreisn með 9,7 prósent fylgi, upp um nær þrjú prósentustig frá kosningunum árið 2017. Þorgerður Katrín, líkt og Sigmundur Davíð, þakkaði stefnufestu fyrir þessa aukningu. „Við höfum ekkert hvikað frá okkar stefnu. Að hluta til er ég sammála Sigmundi Davíð með það að það skiptir máli að það sé stöðugleiki í stefnu stjórnmálaflokka. Að menn séu ekki að elta skoðanakannanir, elta hvernig vindurinn blæsir. Það skiptir máli að við í Viðreisn höfum einurð í okkar stefnu að tala fyrir mannréttindum, að tala fyrir alþjóðasamstarfi, að tala fyrir evrunni. Málum sem eru ekkert endilega allt of vinsæl á meðal ekki síst stærstu hagsmunaaðila hjá þjóðinni en við höldum áfram að tala um þetta. Ég held að það sé þýðingarmikið,“ sagði Þorgerður Katrín. Sagði Þorgerður Katrín einnig að sér fyndist skoðanakönnunin umrædda vera áhugaverð og að greina mætti ákveðin áhrif stjórnmála Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hér á landi. „Við erum að detta inn í það sem er að gerast greinilega víða bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Það er ákveðinn Trumpismi sem er að ganga. Sterkir leiðtogar setja fram ákveðna stefnu sem ég verð að segja að því að Sigmundur hefur oft talað um sýndarstjórnmál. Mér finnst þetta vera sýndarstjórnmál,“ sagði Þorgerður Katrín.Alþingi.Vísir/VilhelmVísaði hún meðal annars til stefnu Miðflokksins í orkupakkamálinu. Mér finnst þetta vera nálgun fyrir hina stóru, ekki fyrir hina smáu, einstaklingana. Ekki fyrir fjölskyldurnar og ekki fyrir smærri fyrirtæki. Það er verið að bregða upp einhverri mynd að menn séu mjög staðfastir,“ sagði Þorgerður Katrín og gagnrýndi Sigmund Davíð fyrir stefnu flokksins í loftslagsmálum. Sigmundi Davíð þótti þó greining Þorgerði Katrín vera sérkennileg. „Við erum ekki að hafna því að það sé mikilvægt að bregðast við í umhverfismálum. Þvert á móti erum við að benda á það að þetta sé það mikilvægur málaflokkur að það þurfi raunverulagar lausnir sem að virka. Ekki einhverjar sýndarlausnir sem er stöðugt verið að elta hér, til dæmis það að moka ofan í skurði og eitthvað slíkt.
Alþingi Víglínan Tengdar fréttir Miðflokkurinn kominn upp í tæp 17 prósent Fylgi Sjálfstæðisflokksins kominn niður í 18 prósent. 22. nóvember 2019 13:52 Á miklu flugi í skoðanakönnunum Miðflokkurinn mælist nánast jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn í nýrri skoðanakönnun. Formaður Miðflokksins segir þetta merki um að kjósendur vilji ekki að hann sveiflist með tíðarandanum hverju sinni. Prófessor segir erfitt að segja til um framhaldið. 23. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Miðflokkurinn kominn upp í tæp 17 prósent Fylgi Sjálfstæðisflokksins kominn niður í 18 prósent. 22. nóvember 2019 13:52
Á miklu flugi í skoðanakönnunum Miðflokkurinn mælist nánast jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn í nýrri skoðanakönnun. Formaður Miðflokksins segir þetta merki um að kjósendur vilji ekki að hann sveiflist með tíðarandanum hverju sinni. Prófessor segir erfitt að segja til um framhaldið. 23. nóvember 2019 09:00