Innlent

Hannes telur að vernda megi fíla með að gefa þá

Jakob Bjarnar skrifar
Hannes spyr hvers vegna sauðir á Íslandi séu ekki í útrýmingarhættu, en fílar í Afríku?
Hannes spyr hvers vegna sauðir á Íslandi séu ekki í útrýmingarhættu, en fílar í Afríku? fbl/stefán
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor talar nú víða um heim fyrir grænum kapítalisma. Hann telur að vernda megi náttúruna með aðferðum kapítalisma. Þar leikur eignarrétturinn lykilhlutverk, að mati Hannesar. Kapítalisminn er svarið en hver var spurningin.

Prófessorinn varpar henni fram en hún er retórísk, til vina sinna og aðdáenda á Facebooksíðu sinni:

„Hvers vegna eru sauðir á Íslandi ekki í útrýmingarhættu, en fílar í Afríku?“

Og hann svarar sjálfum sér og virðist ganga út frá því að án þess að menn sjái sér persónulegan hag í einhverju sé tómt mál um að tala, þannig sé hið mannlega eðli:

„Það er af því, að enginn á fílana og enginn gætir þeirra þess vegna. Besta ráðið til að vernda umhverfið felst í skilgeiningu einkaeignarréttar og með honum ábyrgðar manna á gjörðum sínum. Veiðiþjófar verða veiðiverðir með einu pennastriki.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×