Slæst við draug skömmu fyrir opnun Jakob Bjarnar skrifar 26. nóvember 2019 11:31 Hópurinn sem er að gera upp nýjan skemmtistað við Hverfisgötu óttast nú að draugur sem fylgir húsinu kunni að gera óskunda. fbl/ernir „Ég er orðinn skíthræddur og auglýsi hér með eftir Hilmari Erni allsherjargoða. Hann verður að koma og kveða þennan draug niður,“ segir Jón Mýrdal veitingamaður. Jón og félagar hans eru að fara að opna skemmtistaðinn Röntgen að Hverfisgötu 12. Það verður á fimmtudaginn komandi. Nema, nú óttast hann að illa fari því staðnum fylgir draugur. Þetta staðhæfa allir þeir sem hann hefur talað við og hafa starfað í húsinu.Gunnar Smári fékk Hilmar Örn til að vekja upp draug „Jón Óskar myndlistarmaður, vinur minn, sendi mér skilaboð og óskaði mér til hamingju með staðinn. En lét það fylgja sögunni að þetta legðist ekki vel í sig því þarna væri draugur,“ segir Jón Mýrdal en honum er brugðið. Hann segist hafa farið til að heimsækja nafna sinn Óskar og Huldu Hákon eiginkonu hans sem sagði honum svo meira af þessum ósköpum. En, þau hjón ráku árum saman morgunverðarstaðinn Gráa köttinn sem er við Hverfisgötu 16 og bjuggu þar í húsinu.Hjónin Hulda Hákon og Jón Óskar eru nánast búin að hræða líftóruna úr Jóni Mýrdal með sögum um draugagang í húsinu hvar til stendur að opna nýjan skemmtistað.fbl/ernir„Hulda sagði mér að Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokks Íslands hafi rekið fyrir löngu samlokustað í húsinu þar sem til stendur að opna Röntgen. Í húsinu var jafnframt einhver kommúna og par sem var ómögulegt og þurfti að losna við. Gunnar Smári fékk Hilmar Örn til að vekja upp draug til að losna við þetta par sem ég veit ekkert meira um,“ segir Jón. Og eftir að þetta kom upp hefur allt gengið á afturfótunum í þessu húsi.Enginn til svara hjá Ásatrúarmönnum Jón Mýrdal segist hafa gengið í það að hafa samband við Ásatrúarfélagið en þar hefur enginn svarað sér nema það komu einhver skilaboð þess efnis að Hilmar Örn væri lasinn. „Ég ræddi þetta við menn í morgunkaffinu uppi á Skólavörðustíg og Egill Ólafsson söngvari stakk uppá því að ég fengi bara Agnesi biskup til að koma til særinga. Ef ég næ ekki í Hilmar Örn þá kannski reyni ég það,“ segir Jón sem segist logandi hræddur við þetta. Ekki gangi að draugurinn spilli fyrir rekstrinum. Sjálfur hefur hann ekki orðið var við drauginn við undirbúning en segir að það megi ef til vill skrifa á það að heyrnin er farin að gefa sig en draugurinn lætur helst af sér vita með að það marrar í þar sem hann fer um. Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Þakklátur lífgjöfinni og opnar nýjan stað með félögum sínum Jón Mýrdal opnar nýjan stað á Hverfisgötunni ásamt félögum sínum, þeim Ásgeiri Guðmundssyni, Steinþóri Helga Arnsteinssyni og Snorra Helgasyni. 23. nóvember 2019 08:00 Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Ég er orðinn skíthræddur og auglýsi hér með eftir Hilmari Erni allsherjargoða. Hann verður að koma og kveða þennan draug niður,“ segir Jón Mýrdal veitingamaður. Jón og félagar hans eru að fara að opna skemmtistaðinn Röntgen að Hverfisgötu 12. Það verður á fimmtudaginn komandi. Nema, nú óttast hann að illa fari því staðnum fylgir draugur. Þetta staðhæfa allir þeir sem hann hefur talað við og hafa starfað í húsinu.Gunnar Smári fékk Hilmar Örn til að vekja upp draug „Jón Óskar myndlistarmaður, vinur minn, sendi mér skilaboð og óskaði mér til hamingju með staðinn. En lét það fylgja sögunni að þetta legðist ekki vel í sig því þarna væri draugur,“ segir Jón Mýrdal en honum er brugðið. Hann segist hafa farið til að heimsækja nafna sinn Óskar og Huldu Hákon eiginkonu hans sem sagði honum svo meira af þessum ósköpum. En, þau hjón ráku árum saman morgunverðarstaðinn Gráa köttinn sem er við Hverfisgötu 16 og bjuggu þar í húsinu.Hjónin Hulda Hákon og Jón Óskar eru nánast búin að hræða líftóruna úr Jóni Mýrdal með sögum um draugagang í húsinu hvar til stendur að opna nýjan skemmtistað.fbl/ernir„Hulda sagði mér að Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokks Íslands hafi rekið fyrir löngu samlokustað í húsinu þar sem til stendur að opna Röntgen. Í húsinu var jafnframt einhver kommúna og par sem var ómögulegt og þurfti að losna við. Gunnar Smári fékk Hilmar Örn til að vekja upp draug til að losna við þetta par sem ég veit ekkert meira um,“ segir Jón. Og eftir að þetta kom upp hefur allt gengið á afturfótunum í þessu húsi.Enginn til svara hjá Ásatrúarmönnum Jón Mýrdal segist hafa gengið í það að hafa samband við Ásatrúarfélagið en þar hefur enginn svarað sér nema það komu einhver skilaboð þess efnis að Hilmar Örn væri lasinn. „Ég ræddi þetta við menn í morgunkaffinu uppi á Skólavörðustíg og Egill Ólafsson söngvari stakk uppá því að ég fengi bara Agnesi biskup til að koma til særinga. Ef ég næ ekki í Hilmar Örn þá kannski reyni ég það,“ segir Jón sem segist logandi hræddur við þetta. Ekki gangi að draugurinn spilli fyrir rekstrinum. Sjálfur hefur hann ekki orðið var við drauginn við undirbúning en segir að það megi ef til vill skrifa á það að heyrnin er farin að gefa sig en draugurinn lætur helst af sér vita með að það marrar í þar sem hann fer um.
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Þakklátur lífgjöfinni og opnar nýjan stað með félögum sínum Jón Mýrdal opnar nýjan stað á Hverfisgötunni ásamt félögum sínum, þeim Ásgeiri Guðmundssyni, Steinþóri Helga Arnsteinssyni og Snorra Helgasyni. 23. nóvember 2019 08:00 Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Þakklátur lífgjöfinni og opnar nýjan stað með félögum sínum Jón Mýrdal opnar nýjan stað á Hverfisgötunni ásamt félögum sínum, þeim Ásgeiri Guðmundssyni, Steinþóri Helga Arnsteinssyni og Snorra Helgasyni. 23. nóvember 2019 08:00