Máttu ekki láta netfang kvartanda fylgja athugasemdum hans Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 15:52 Maðurinn skráði sig inn á vefsvæði sitt hjá Creditinfo til að kanna hverjir hefðu flett sér upp. Skjáskot/creditinfo Persónuvernd hefur úrskurðað að fyrirtækið Creditinfo lánstraust, sem miðlar fjárhags- og viðskiptaupplýsingum á vefsíðu sinni, hafi brotið persónuverndarlög með því að senda netfang kvartanda til þriðju aðila, sem höfðu flett honum upp í skrá fyrirtækisins. Kvörtunin barst Persónuvernd í janúar 2018. Þar segir að í nóvember árið áður hafi kvartandi farið inn á vefsvæði sitt hjá Creditinfo til að kanna hverjir hefðu flett upp kennitölu hans í skrám fyrirtækisins. Í kjölfarið gerði hann athugasemdir við alls fimm uppflettingar með þar til gerðum athugasemdahnappi. Í kjölfarið bárust kvartanda svör frá þeim aðilum sem stóðu að uppflettingunum. Kvartanda hafi þá orðið ljóst að Creditinfo hefði miðlað netfangi hans til þessara aðila án samþykkis hans eða vitneskju. Á vefsíðunni hafi hvergi verið tekið fram að persónuupplýsingar á borð við netfang væru áframsendar með þessum hætti. Í svari frá Creditinfo sem kvartandi fékk í desember 2017 segir að tilgangur þess að netfangið var framsent hafi eingöngu verið að hann fengi afrit af svari við fyrirspurn Creditinfo til þess sem stóð að uppflettingunni á sama tíma og svarið bærist fyrirtækinu. Í kvörtuninni kemur jafnframt fram að kvartandi telji ómálefnalegt og með öllu óþarft að Creditinfo miðli upplýsingum um netfang þess sem sendir inn athugasemd vegna uppflettingar til þess sem að uppflettingunni stóð og athugasemdin beinist gegn. Sá aðili hafi ekkert með þær upplýsingar að gera og eigi ekki að geta sett sig í beint samband við einstaklinginn. Persónuvernd taldi að ekki yrði ráðið að kvartanda hefði mátt vera kunnugt um að netfangi hans kynni að verða miðlað í kjölfar athugasemda hans. Nefndin komst loks að þeirri niðurstöðu að miðlun Creditinfo á netfangi kvartanda til þriðju aðila samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Creditinfo hafi upplýst að í kjölfar athugasemda frá kvartanda hafi fyrirtækið ákveðið að breyta verklagi sínu á þann hátt að fyrirspurnir sem berist af vefsvæðinu Mitt Creditinfo séu framsendar án netfanga fyrirspyrjenda. Með hliðsjón af því þótti ekki tilefni til þess að Persónuvernd legði fyrir ábyrgðaraðila fyrirmæli um breytt verklag. Persónuvernd Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Persónuvernd hefur úrskurðað að fyrirtækið Creditinfo lánstraust, sem miðlar fjárhags- og viðskiptaupplýsingum á vefsíðu sinni, hafi brotið persónuverndarlög með því að senda netfang kvartanda til þriðju aðila, sem höfðu flett honum upp í skrá fyrirtækisins. Kvörtunin barst Persónuvernd í janúar 2018. Þar segir að í nóvember árið áður hafi kvartandi farið inn á vefsvæði sitt hjá Creditinfo til að kanna hverjir hefðu flett upp kennitölu hans í skrám fyrirtækisins. Í kjölfarið gerði hann athugasemdir við alls fimm uppflettingar með þar til gerðum athugasemdahnappi. Í kjölfarið bárust kvartanda svör frá þeim aðilum sem stóðu að uppflettingunum. Kvartanda hafi þá orðið ljóst að Creditinfo hefði miðlað netfangi hans til þessara aðila án samþykkis hans eða vitneskju. Á vefsíðunni hafi hvergi verið tekið fram að persónuupplýsingar á borð við netfang væru áframsendar með þessum hætti. Í svari frá Creditinfo sem kvartandi fékk í desember 2017 segir að tilgangur þess að netfangið var framsent hafi eingöngu verið að hann fengi afrit af svari við fyrirspurn Creditinfo til þess sem stóð að uppflettingunni á sama tíma og svarið bærist fyrirtækinu. Í kvörtuninni kemur jafnframt fram að kvartandi telji ómálefnalegt og með öllu óþarft að Creditinfo miðli upplýsingum um netfang þess sem sendir inn athugasemd vegna uppflettingar til þess sem að uppflettingunni stóð og athugasemdin beinist gegn. Sá aðili hafi ekkert með þær upplýsingar að gera og eigi ekki að geta sett sig í beint samband við einstaklinginn. Persónuvernd taldi að ekki yrði ráðið að kvartanda hefði mátt vera kunnugt um að netfangi hans kynni að verða miðlað í kjölfar athugasemda hans. Nefndin komst loks að þeirri niðurstöðu að miðlun Creditinfo á netfangi kvartanda til þriðju aðila samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Creditinfo hafi upplýst að í kjölfar athugasemda frá kvartanda hafi fyrirtækið ákveðið að breyta verklagi sínu á þann hátt að fyrirspurnir sem berist af vefsvæðinu Mitt Creditinfo séu framsendar án netfanga fyrirspyrjenda. Með hliðsjón af því þótti ekki tilefni til þess að Persónuvernd legði fyrir ábyrgðaraðila fyrirmæli um breytt verklag.
Persónuvernd Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira