Báturinn var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang og var talið að hann hafði logað lengi áður en tilkynning um eldinn barst klukkan 04:25.
Sjá einnig: Bátur brann og sökk í höfnina í Vogum
Köfunarþjónustan fjarlægði bátinn í samstarfi við Tryggingamiðstöðina og lögregluyfirvöld. Að sögn Helga Hinrikssonar, verkefnastjóra hjá Köfunarþjónustunni, var fyllsta öryggis gætt við aðgerðirnar til þess að koma í veg fyrir að ekkert umhverfistjón hlytist af þeim af völdum olíu og annarra spillingarefna sem gætu lekið úr bátnum.
Í fréttatilkynningu kemur fram að verkefnið hafi gengið vel fyrir sig. Verður báturinn nú skoðaður af tæknideild lögreglu áður en honum verður fargað á viðeigandi hátt.