Innlent

Fjar­lægðu Gull­topp af botni Voga­hafnar

Sylvía Hall skrifar
Gulltoppur GK2931 var sjötíu brúttótonn, 21,5 metra langur og 4,69 metra breiður
Gulltoppur GK2931 var sjötíu brúttótonn, 21,5 metra langur og 4,69 metra breiður Aðsend

Báturinn Gulltoppur GK2931 hefur nú verið fjarlægður af botni Vogahafnar en báturinn brann og sökk í höfnina aðfaranótt 19. nóvember. Ekki tókst að slökkva eldinn þegar hann kom upp og sökk báturinn á botn hafnarinnar.

Báturinn var alelda þegar slökkvilið kom á vettvang og var talið að hann hafði logað lengi áður en tilkynning um eldinn barst klukkan 04:25.

Sjá einnig: Bátur brann og sökk í höfnina í Vogum

Köfunarþjónustan fjarlægði bátinn í samstarfi við Tryggingamiðstöðina og lögregluyfirvöld. Að sögn Helga Hinrikssonar, verkefnastjóra hjá Köfunarþjónustunni, var fyllsta öryggis gætt við aðgerðirnar til þess að koma í veg fyrir að ekkert umhverfistjón hlytist af þeim af völdum olíu og annarra spillingarefna sem gætu lekið úr bátnum.

Í fréttatilkynningu kemur fram að verkefnið hafi gengið vel fyrir sig. Verður báturinn nú skoðaður af tæknideild lögreglu áður en honum verður fargað á viðeigandi hátt. 


Tengdar fréttir

Bátur brann og sökk í höfnina í Vogum

Stór trébátur brann í höfninni í Vogum á Vatnsleysuströnd í nótt. Ekki tókst að slökkva eldinn heldur sökk báturinn og hvílir nú á botni hafnarinnar.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.