Stefna á kosningar til sveitarstjórnar 18. apríl Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 20:15 Sameinað sveitarfélag yrði langstærsta sveitarfélagið á landinu landfræðilega séð. vísir/hafsteinn Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Breyta þarf lögum til að fundir heima- og sveitarstjórnar geti farið fram rafrænt. Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi samþykktu sameiningu í lok október. Undirbúningsstjórn er nú að störfum við að útfæra ýmis atriði áður en gengið verður til kosninga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. „Það eru hugmyndirnar varðandi heimastjórnirnar og síðan bara uppleggið á stjórnsýslunni sem er töluverð breyting frá því sem nú er,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og formaður sameiningarnefndar. „Það er komin tillaga að kjördag, við erum að tala um 18. apríl næstkomandi.“ Ekki liggur fyrir lagaheimild til að veita þessum heimastjórnum tiltekin svæðisbundin völd en hægt er að beita svokölluðu tilraunaákvæði sveitarstjórnalaga til að svo megi vera. Það hefur ekki verið gert áður á Íslandi.Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og formaður sameiningarnefndar.Vísir/Egill„Í svona sem allra stystu máli þá snúast heimastjórnirnar um að í hverju hinna gömlu sveitarfélaga, Djúpavogi, Seyðisfirði, Borgarfirði og Fljótsdalshéraði, verði þriggja manna stjórn sem fari með ákveðin staðbundin verkefni fyrir það svæði sérstaklega,“ segir Róbert Ragnarsson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf sem starfað hefur með sameiningarnefndinni að undirbúningi sameiningar. „Síðan væri stærri sveitarstjórn sem að er í nánum tengslum við heimastjórnina og á þann hátt erum við að reyna að tryggja að áhrif heimamanna verði áfram sterk inni í stærra sameinuðu sveitarfélagi,“ segir Róbert. Fyrir liggur að nýtt sveitarfélag verður landfræðilega það stærsta á Íslandi og þannig getur það þýtt ferðalög langar vegalengdir fyrir fulltrúa í heimastjórnum sem þurfa að sækja fundum með nefndum sameinaðs sveitarfélags. „Nefndirnar munu funda vikulega og heimastjórnirnar 1-2 í mánuði og við gerum ráð fyrir því að fundirnir verði rafrænir og staðbundnir í bland en til þess þurfum við einmitt breytingu á sveitarstjórnarlögunum þannig að það geti verið almenna reglan að halda rafræna fundi og það er eitt af því sem við ræðum við ráðherra og þingið,“ segir Róbert.Róbert Ragnarsson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf.Vísir/Egill Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Sjá meira
Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Breyta þarf lögum til að fundir heima- og sveitarstjórnar geti farið fram rafrænt. Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi samþykktu sameiningu í lok október. Undirbúningsstjórn er nú að störfum við að útfæra ýmis atriði áður en gengið verður til kosninga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. „Það eru hugmyndirnar varðandi heimastjórnirnar og síðan bara uppleggið á stjórnsýslunni sem er töluverð breyting frá því sem nú er,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og formaður sameiningarnefndar. „Það er komin tillaga að kjördag, við erum að tala um 18. apríl næstkomandi.“ Ekki liggur fyrir lagaheimild til að veita þessum heimastjórnum tiltekin svæðisbundin völd en hægt er að beita svokölluðu tilraunaákvæði sveitarstjórnalaga til að svo megi vera. Það hefur ekki verið gert áður á Íslandi.Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og formaður sameiningarnefndar.Vísir/Egill„Í svona sem allra stystu máli þá snúast heimastjórnirnar um að í hverju hinna gömlu sveitarfélaga, Djúpavogi, Seyðisfirði, Borgarfirði og Fljótsdalshéraði, verði þriggja manna stjórn sem fari með ákveðin staðbundin verkefni fyrir það svæði sérstaklega,“ segir Róbert Ragnarsson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf sem starfað hefur með sameiningarnefndinni að undirbúningi sameiningar. „Síðan væri stærri sveitarstjórn sem að er í nánum tengslum við heimastjórnina og á þann hátt erum við að reyna að tryggja að áhrif heimamanna verði áfram sterk inni í stærra sameinuðu sveitarfélagi,“ segir Róbert. Fyrir liggur að nýtt sveitarfélag verður landfræðilega það stærsta á Íslandi og þannig getur það þýtt ferðalög langar vegalengdir fyrir fulltrúa í heimastjórnum sem þurfa að sækja fundum með nefndum sameinaðs sveitarfélags. „Nefndirnar munu funda vikulega og heimastjórnirnar 1-2 í mánuði og við gerum ráð fyrir því að fundirnir verði rafrænir og staðbundnir í bland en til þess þurfum við einmitt breytingu á sveitarstjórnarlögunum þannig að það geti verið almenna reglan að halda rafræna fundi og það er eitt af því sem við ræðum við ráðherra og þingið,“ segir Róbert.Róbert Ragnarsson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf.Vísir/Egill
Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Sjá meira