Stefna á kosningar til sveitarstjórnar 18. apríl Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 20:15 Sameinað sveitarfélag yrði langstærsta sveitarfélagið á landinu landfræðilega séð. vísir/hafsteinn Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Breyta þarf lögum til að fundir heima- og sveitarstjórnar geti farið fram rafrænt. Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi samþykktu sameiningu í lok október. Undirbúningsstjórn er nú að störfum við að útfæra ýmis atriði áður en gengið verður til kosninga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. „Það eru hugmyndirnar varðandi heimastjórnirnar og síðan bara uppleggið á stjórnsýslunni sem er töluverð breyting frá því sem nú er,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og formaður sameiningarnefndar. „Það er komin tillaga að kjördag, við erum að tala um 18. apríl næstkomandi.“ Ekki liggur fyrir lagaheimild til að veita þessum heimastjórnum tiltekin svæðisbundin völd en hægt er að beita svokölluðu tilraunaákvæði sveitarstjórnalaga til að svo megi vera. Það hefur ekki verið gert áður á Íslandi.Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og formaður sameiningarnefndar.Vísir/Egill„Í svona sem allra stystu máli þá snúast heimastjórnirnar um að í hverju hinna gömlu sveitarfélaga, Djúpavogi, Seyðisfirði, Borgarfirði og Fljótsdalshéraði, verði þriggja manna stjórn sem fari með ákveðin staðbundin verkefni fyrir það svæði sérstaklega,“ segir Róbert Ragnarsson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf sem starfað hefur með sameiningarnefndinni að undirbúningi sameiningar. „Síðan væri stærri sveitarstjórn sem að er í nánum tengslum við heimastjórnina og á þann hátt erum við að reyna að tryggja að áhrif heimamanna verði áfram sterk inni í stærra sameinuðu sveitarfélagi,“ segir Róbert. Fyrir liggur að nýtt sveitarfélag verður landfræðilega það stærsta á Íslandi og þannig getur það þýtt ferðalög langar vegalengdir fyrir fulltrúa í heimastjórnum sem þurfa að sækja fundum með nefndum sameinaðs sveitarfélags. „Nefndirnar munu funda vikulega og heimastjórnirnar 1-2 í mánuði og við gerum ráð fyrir því að fundirnir verði rafrænir og staðbundnir í bland en til þess þurfum við einmitt breytingu á sveitarstjórnarlögunum þannig að það geti verið almenna reglan að halda rafræna fundi og það er eitt af því sem við ræðum við ráðherra og þingið,“ segir Róbert.Róbert Ragnarsson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf.Vísir/Egill Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Sérstakar heimastjórnir fá völd til að taka ákvarðanir í afmörkuðum málum í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Breyta þarf lögum til að fundir heima- og sveitarstjórnar geti farið fram rafrænt. Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi samþykktu sameiningu í lok október. Undirbúningsstjórn er nú að störfum við að útfæra ýmis atriði áður en gengið verður til kosninga í nýju sameinuðu sveitarfélagi. „Það eru hugmyndirnar varðandi heimastjórnirnar og síðan bara uppleggið á stjórnsýslunni sem er töluverð breyting frá því sem nú er,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og formaður sameiningarnefndar. „Það er komin tillaga að kjördag, við erum að tala um 18. apríl næstkomandi.“ Ekki liggur fyrir lagaheimild til að veita þessum heimastjórnum tiltekin svæðisbundin völd en hægt er að beita svokölluðu tilraunaákvæði sveitarstjórnalaga til að svo megi vera. Það hefur ekki verið gert áður á Íslandi.Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og formaður sameiningarnefndar.Vísir/Egill„Í svona sem allra stystu máli þá snúast heimastjórnirnar um að í hverju hinna gömlu sveitarfélaga, Djúpavogi, Seyðisfirði, Borgarfirði og Fljótsdalshéraði, verði þriggja manna stjórn sem fari með ákveðin staðbundin verkefni fyrir það svæði sérstaklega,“ segir Róbert Ragnarsson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf sem starfað hefur með sameiningarnefndinni að undirbúningi sameiningar. „Síðan væri stærri sveitarstjórn sem að er í nánum tengslum við heimastjórnina og á þann hátt erum við að reyna að tryggja að áhrif heimamanna verði áfram sterk inni í stærra sameinuðu sveitarfélagi,“ segir Róbert. Fyrir liggur að nýtt sveitarfélag verður landfræðilega það stærsta á Íslandi og þannig getur það þýtt ferðalög langar vegalengdir fyrir fulltrúa í heimastjórnum sem þurfa að sækja fundum með nefndum sameinaðs sveitarfélags. „Nefndirnar munu funda vikulega og heimastjórnirnar 1-2 í mánuði og við gerum ráð fyrir því að fundirnir verði rafrænir og staðbundnir í bland en til þess þurfum við einmitt breytingu á sveitarstjórnarlögunum þannig að það geti verið almenna reglan að halda rafræna fundi og það er eitt af því sem við ræðum við ráðherra og þingið,“ segir Róbert.Róbert Ragnarsson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf.Vísir/Egill
Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um brottfararstöð komið til Alþingis „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira