Menning

Tekur þátt í rússneskri tónlistarkeppni

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar
Ásta Dóra Finnsdóttir píanóleikari.
Ásta Dóra Finnsdóttir píanóleikari. Fréttablaðið/Þórsteinn

Ásta Dóra Finnsdóttir, 12 ára píanóleikari, tekur þátt í einni stærstu tónlistarkeppni Rússlands sem er að hluta til sjónvarpað um allt Rússland og einnig á netinu. Ásta Dóra komst í gegnum forvalið og er einn af sextán keppendum sem keppa á píanó. Þetta er í annað sinn sem Ásta Dóra tekur þátt í þessari keppni. Í fyrra lenti hún í 4.-6. sæti.

Í Rússlandi er keppt í þremur umferðum, fyrsta umferð verður 2. desember. Helmingur keppenda kemst í aðra umferð sem er þann 3. desember. Einvörðungu þrír komast svo í 3. umferð sem er haldin þann 9. desember.

Ásta Dóra er nemandi við MÍT (Menntaskóli í tónlist) og er kennari hennar Peter Máté. Hún er einnig nemandi við Barratt Due í Ósló, Noregi, og er kennari hennar þar Marina Pliassova frá Rússlandi. Hún hefur núna farið rúmlega tuttugu sinnum til Óslóar til að sækja einkatíma, masterklassa og fyrirlestra. Hún hefur á þessu ári einnig farið til Danmerkur, Finnlands og Grikklands til að sækja masterklassa og einnig til að koma fram á tónleikum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.