Félagsmálaráðherra boðar vaxtalaus hlutdeildarlán Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2019 19:54 Ríkið mun veita þeim kaupendum húsnæðis sem eiga í erfiðleikum með að fjármagna útborgun vaxtalaus hlutdeildarlán sem ríkið innheimtir síðan sem hlutfall af sölu íbúðar þegar hún fer í endursölu, samkvæmt frumvarpi sem félagsmálaráðherra ætlar að leggja fram í vetur. Íbúðalánasjóður og stjórnvöld boðuðu til svo kallaðs húsnæðisþings á Hilton Nordica hótelinu í dag þar sem sérfræðingar á ýmsum sviðum húsnæðis- og efnahagsmála fluttu erindi. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra greindi frá því að hann hyggist leggja fram frumvarp í vetur um nýjan lánaflokk, hlutdeildarlán. Þeim verði ætlað að brúa bilið hjá þeim sem eigi í erfiðleikum vegna lítilla launa og eigna með að fjármagna útborgun í íbúð. „Ríkið kemur inn og aðstoðar þessa einstaklinga með sérstökum hlutdeildarlánum til að yfirstíga þennan þröskuld. Með vaxtalausum lánum til ákveðins tíma með mjög stífum skilyrðum til þess að hjálpa fólki yfir þröskuldinn. Síðan þegar eignin er seld losar ríkið aftur til sín eignarhlutinn,“ segir Ásmundur Einar.Dæmi um það hvernig hlutdeildarlán gæti litið út.Stöð 2Fyrirmyndin er sótt til Bretlands og segir ráðherra þessi lán geta numið á bilinu 20 til 40 prósentum af útborgun. Nú sé verið að meta hvar mörkin eigi að liggja varðandi verðmæti íbúðar, laun og eiginir kaupendanna. Dæmið gæti litið svona út: Keypt er íbúð fyrir 30 milljónir, kaupandi þyrfti að leggja fram 1,5 milljónir en ríkið myndi veita hlutdeildarlán upp á sex milljónir. Hermann Jónasson forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi að komast á húsnæðismarkaðinn og nú hafi í fyrsta skipti verið gerð húsnæðisáætlun í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Þar sé miðað að byggt sé eftir raunverulegum þörfum en ekki þörfum byggingaraðila. „Og ef okkur tekst það til framtíðar munum við draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði og auka stöðugleika til hagsbóta fyrir heimilin í landinu og byggingariðnaðinn,“ segir forstjóri Íbúðalánasjóðs. Húsnæðismál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Ríkið mun veita þeim kaupendum húsnæðis sem eiga í erfiðleikum með að fjármagna útborgun vaxtalaus hlutdeildarlán sem ríkið innheimtir síðan sem hlutfall af sölu íbúðar þegar hún fer í endursölu, samkvæmt frumvarpi sem félagsmálaráðherra ætlar að leggja fram í vetur. Íbúðalánasjóður og stjórnvöld boðuðu til svo kallaðs húsnæðisþings á Hilton Nordica hótelinu í dag þar sem sérfræðingar á ýmsum sviðum húsnæðis- og efnahagsmála fluttu erindi. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra greindi frá því að hann hyggist leggja fram frumvarp í vetur um nýjan lánaflokk, hlutdeildarlán. Þeim verði ætlað að brúa bilið hjá þeim sem eigi í erfiðleikum vegna lítilla launa og eigna með að fjármagna útborgun í íbúð. „Ríkið kemur inn og aðstoðar þessa einstaklinga með sérstökum hlutdeildarlánum til að yfirstíga þennan þröskuld. Með vaxtalausum lánum til ákveðins tíma með mjög stífum skilyrðum til þess að hjálpa fólki yfir þröskuldinn. Síðan þegar eignin er seld losar ríkið aftur til sín eignarhlutinn,“ segir Ásmundur Einar.Dæmi um það hvernig hlutdeildarlán gæti litið út.Stöð 2Fyrirmyndin er sótt til Bretlands og segir ráðherra þessi lán geta numið á bilinu 20 til 40 prósentum af útborgun. Nú sé verið að meta hvar mörkin eigi að liggja varðandi verðmæti íbúðar, laun og eiginir kaupendanna. Dæmið gæti litið svona út: Keypt er íbúð fyrir 30 milljónir, kaupandi þyrfti að leggja fram 1,5 milljónir en ríkið myndi veita hlutdeildarlán upp á sex milljónir. Hermann Jónasson forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi að komast á húsnæðismarkaðinn og nú hafi í fyrsta skipti verið gerð húsnæðisáætlun í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Þar sé miðað að byggt sé eftir raunverulegum þörfum en ekki þörfum byggingaraðila. „Og ef okkur tekst það til framtíðar munum við draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði og auka stöðugleika til hagsbóta fyrir heimilin í landinu og byggingariðnaðinn,“ segir forstjóri Íbúðalánasjóðs.
Húsnæðismál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira