Leikaranemar halda jólatónleika Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 28. nóvember 2019 07:00 Frá vinstri: Stefán, Almar, Níels, Örn Gauti, Ellen, Fannar og Björk. Á myndina vantar þær Kristrúnu og Urði. Næsta vor stefna annars árs nemar í leiklist við Listaháskóla Íslands til Vilníus í Litháen þar sem æfingar fara fram á verkum í samstarfi við meistaranema í leikstjórn þar ytra. Leikstjórarnir eru nú á landinu í nokkrar vikur að æfa verkin með leikurunum, en þau fara svo út til þeirra og æfa enn frekar í vor ásamt því að sýna verkið.Stórt verkefni „Við erum með styrktartónleika fyrir námsferðinni þann 7. desember. Verkið sem við erum að æfa er á ensku. Samstarfsverkefnið er milli okkar, leikaranema í Finnlandi og leikstjóranema í Litháen. Þetta verkefni er tiltölulega nýtt, Listaháskólinn er að einbeita sér að meira samstarfi á milli landa,“ segir leiklistarneminn Björk Guðmundsdóttir. „Leikaranemar fyrri ára hafa oft farið til Danmerkur, til dæmis á kúrs í Shakespeare með þá dönskum leikaranemum. Þetta er aðeins stærra. Yana Ross, sem hefur verið uppi í Borgarleikhúsi og leikstýrði meðal annars Mávinum, er leiðbeinandi nemanna úti í Litháen. Þetta er útskriftarverkefnið þeirra. Halldóra Geirharðsdóttir leiðbeinir svo okkur hérna heima,“ segir Fannar Arnarsson. Nemunum er skipt í tvo hópa sem æfa sitt leikritið hvor undir leikstjórn Litháanna, en þau segja leikstjórana með mjög ólíkar áherslur. „Þeir eru mjög ólíkir, með öðruvísi sýn og aðferðafræði. Við erum saman í hóp, en verkið sem við erum að gera þekktum við ekki fyrir,“ segir Björk. „Það heitir Orange Peel. Hinn hópurinn er að æfa verk eftir Strindberg, en þetta er allt mjög mikið á byrjunarstigi enn sem komið er,“ segir Fannar. „Við erum bláfátækir leiklistarnemar, þannig að við þurfum að safna fyrir ferðinni,“ segir Björk. „Við verðum líka með fleiri viðburði síðar,“ segi Fannar.Heildin skiptir miklu Það eru níu manns í bekknum. Fannar og Björk höfðu bæði reynt áður að komast inn, en Fannar komst inn í fjórðu tilraun og Björk í þeirri þriðju. Þau sinntu samt faginu af natni á þeim tíma sem leið þar til þau komust loks inn. „Maður var alls ekki að bíða bara eftir því aðgerðalaus að komast inn. Ég fann mig til dæmi í spunanum, í Improv Ísland. Þar er ég búin að vera með frá upphafi, eða í fimm ár. Ég er að nota þau verkfæri sem ég fékk þaðan alveg sjúklega mikið í náminu,“ segir Björk. „Ég kláraði leiklist í FG á sínum tíma. Á þessum sex árum síðan þá kom ég mér inn hér og þar. Í Ungleik til dæmis, Stúdentaleikhúsið og fleira,“ segir Fannar, en hann sló einmitt í gegn nýverið í nýjasta tónlistarmyndbandi söngkonunnar Elísabetar Ormslev. Lokahópurinn er tuttugu manns og þarf ekki endilega að þýða að það séu þeir bestu sem komast inn, heldur snúist þetta mikið um að mynda hóp sem passar vel saman. „Helmingurinn kemst inn, en stundum er einhver mjög hæfileikaríkur sem endar ekki í lokahópnum. Það þarf að búa til bekk sem verður að geta unnið alveg ótrúlega náið saman í þrjú ár. Það spilar stórt inn í,“ segir Fannar. „Í rauninni eru allir í tuttugu manna hópnum nógu hæfir að komast inn, en svo er þetta bara hvernig fólk vinnur saman. Eftir því er hópurinn sniðinn,“ segir Björk.Hugguleg stemning „Það verður mjög hugguleg stemning á tónleikunum, það eru mörg róleg lög. Ég er til dæmis að syngja Sálina hans Jóns míns og Björk lag með Abba. Svo eru jú einhver jólalög en við erum alls ekki að stimpla þetta sem bara jólatónleika,“ segir Fannar. „Við erum öll að æfa söng í náminu. Þar lærum við vocal-tækni sem snýst um að allir geti sungið ef þeir beita líkamanum rétt,“ segir Björk. Tónleikarnir eru þann 7. desember og fara fram í Ljósinu á Langholtsvegi 43. Það kostar 2.000 krónur inn en ekki er posi á svæðinu. Húsið er opnað klukkan 19.30 og gestum boðið upp á léttar veitingar. Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Sjá meira
Næsta vor stefna annars árs nemar í leiklist við Listaháskóla Íslands til Vilníus í Litháen þar sem æfingar fara fram á verkum í samstarfi við meistaranema í leikstjórn þar ytra. Leikstjórarnir eru nú á landinu í nokkrar vikur að æfa verkin með leikurunum, en þau fara svo út til þeirra og æfa enn frekar í vor ásamt því að sýna verkið.Stórt verkefni „Við erum með styrktartónleika fyrir námsferðinni þann 7. desember. Verkið sem við erum að æfa er á ensku. Samstarfsverkefnið er milli okkar, leikaranema í Finnlandi og leikstjóranema í Litháen. Þetta verkefni er tiltölulega nýtt, Listaháskólinn er að einbeita sér að meira samstarfi á milli landa,“ segir leiklistarneminn Björk Guðmundsdóttir. „Leikaranemar fyrri ára hafa oft farið til Danmerkur, til dæmis á kúrs í Shakespeare með þá dönskum leikaranemum. Þetta er aðeins stærra. Yana Ross, sem hefur verið uppi í Borgarleikhúsi og leikstýrði meðal annars Mávinum, er leiðbeinandi nemanna úti í Litháen. Þetta er útskriftarverkefnið þeirra. Halldóra Geirharðsdóttir leiðbeinir svo okkur hérna heima,“ segir Fannar Arnarsson. Nemunum er skipt í tvo hópa sem æfa sitt leikritið hvor undir leikstjórn Litháanna, en þau segja leikstjórana með mjög ólíkar áherslur. „Þeir eru mjög ólíkir, með öðruvísi sýn og aðferðafræði. Við erum saman í hóp, en verkið sem við erum að gera þekktum við ekki fyrir,“ segir Björk. „Það heitir Orange Peel. Hinn hópurinn er að æfa verk eftir Strindberg, en þetta er allt mjög mikið á byrjunarstigi enn sem komið er,“ segir Fannar. „Við erum bláfátækir leiklistarnemar, þannig að við þurfum að safna fyrir ferðinni,“ segir Björk. „Við verðum líka með fleiri viðburði síðar,“ segi Fannar.Heildin skiptir miklu Það eru níu manns í bekknum. Fannar og Björk höfðu bæði reynt áður að komast inn, en Fannar komst inn í fjórðu tilraun og Björk í þeirri þriðju. Þau sinntu samt faginu af natni á þeim tíma sem leið þar til þau komust loks inn. „Maður var alls ekki að bíða bara eftir því aðgerðalaus að komast inn. Ég fann mig til dæmi í spunanum, í Improv Ísland. Þar er ég búin að vera með frá upphafi, eða í fimm ár. Ég er að nota þau verkfæri sem ég fékk þaðan alveg sjúklega mikið í náminu,“ segir Björk. „Ég kláraði leiklist í FG á sínum tíma. Á þessum sex árum síðan þá kom ég mér inn hér og þar. Í Ungleik til dæmis, Stúdentaleikhúsið og fleira,“ segir Fannar, en hann sló einmitt í gegn nýverið í nýjasta tónlistarmyndbandi söngkonunnar Elísabetar Ormslev. Lokahópurinn er tuttugu manns og þarf ekki endilega að þýða að það séu þeir bestu sem komast inn, heldur snúist þetta mikið um að mynda hóp sem passar vel saman. „Helmingurinn kemst inn, en stundum er einhver mjög hæfileikaríkur sem endar ekki í lokahópnum. Það þarf að búa til bekk sem verður að geta unnið alveg ótrúlega náið saman í þrjú ár. Það spilar stórt inn í,“ segir Fannar. „Í rauninni eru allir í tuttugu manna hópnum nógu hæfir að komast inn, en svo er þetta bara hvernig fólk vinnur saman. Eftir því er hópurinn sniðinn,“ segir Björk.Hugguleg stemning „Það verður mjög hugguleg stemning á tónleikunum, það eru mörg róleg lög. Ég er til dæmis að syngja Sálina hans Jóns míns og Björk lag með Abba. Svo eru jú einhver jólalög en við erum alls ekki að stimpla þetta sem bara jólatónleika,“ segir Fannar. „Við erum öll að æfa söng í náminu. Þar lærum við vocal-tækni sem snýst um að allir geti sungið ef þeir beita líkamanum rétt,“ segir Björk. Tónleikarnir eru þann 7. desember og fara fram í Ljósinu á Langholtsvegi 43. Það kostar 2.000 krónur inn en ekki er posi á svæðinu. Húsið er opnað klukkan 19.30 og gestum boðið upp á léttar veitingar.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Sjá meira