Innlent

Línubátur strandaður í Þistilfirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá strandstað í morgun.
Frá strandstað í morgun. Vísir/Landhelgisgæslan
Uppfært 7:25 Búið er að hífa alla fjóra bátsverja um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Björgunarsveitir undirbúa björgun bátsins af strandstað.



Línubáturinn Lágey ÞH-225 rak í strand í vestanverðum Þistilfirði í nótt. Tilkynningu barst til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar um klukkan hálf fimm í nótt og hafði báturinn strandað á milli Þórshafnar og Raufarhafnar. Búið er að ræsa út björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins á Þórshöfn og Raufarhöfn.

Björgunarskipinu Gunnbjörgu og línubátnum Háey frá Raufarhöfn og harðbotna slöngubátnum Jón Kr. og fiskibátnum Degi frá Þórshöfn hefur verið siglt á strandstað, samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Björgunarsveitir hafa einnig farið landleiðina og freista þess með leiðsögn bónda af svæðinu að komast á strandstað en samkvæmt kortaupplýsingum eru brattar hlíðar upp af fjörunni þar sem Lágey ÞH-225 er strönduð.

Lágey er 15 tonna og 13 metra langur, yfirbyggður trefjaplastbátur .Um borð eru 4 menn og fer vel um þá miðað við aðstæður. Veður er tiltölulega gott á strandstað, lögn og gott skyggni en svolítil hafalda. Vel fer um áhöfn um borð og að sögn skipstjóra kæmust þeir í land á fjöru en vegna myrkurs sjá þeir ekki neitt frá sér. Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boðuðu þegar út áhöfn þyrlunnar TF-EIR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×