Hinn góði endir sögupersónu Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 29. nóvember 2019 08:45 Hið myndræna hefur ratað í bækurnar, segir Steinunn G. Helgadóttir. vísir/eyþór Skáldsagan Sterkasta kona í heimi eftir Steinunni G. Helgadóttur fjallar um systkinin Gunnhildi og Eið sem eru mjög samrýmd en fara ólíkar leiðir í lífinu. Eiður verður friðsamur hugsjónamaður en Gunnhildur, sem býr yfir líkamlegum ofurkröftum, verður vinsæll líksnyrtir. Spurð af hverju hún haf i ákveðið að skrifa bók um konu sem býr yfir líkamlegum ofurstyrk segir Steinunn: „Ég hef alltaf verið spennt fyrir öllum sem gera eitthvað sem á að vera ómögulegt. Á tímabili var ég mjög upptekin af Houdini en svo sá ég heimildarmyndina um Reyni sterka Leósson og skildi hvað þessi karl var lítið spennandi í samanburði við Reyni. Um kvöldið skrifaði ég fyrstu setninguna í bókinni og ákvað að söguhetjan yrði kona. Það breytti öllu, því kona með ofurkrafta notar þá öðru vísi en karl með ofurkrafta og hún lærir f ljótt að vera ekki að f líka þeim. Gunnhildur og Eiður alast upp við fremur erf iðar aðstæður og eru aðskilin þegar móðir þeirra deyr. Umhverfið ætlast til að þau séu á ákveðinn hátt en hvorugt passar í þau form. Hann, þessi friðarins maður sem hann er, verður forsprakki í tætingslegum hópi aðgerðasinna, fyrst og fremst kannski vegna þess að hann er mjög vel máli farinn og lítur vel út. Hún verður líksnyrtir vegna þess að hún vill að allar sögur endi vel. Það er sama hvað hefur gengið á í lífi þeirra einstaklinga sem hún snyrtir, hún sér til þess að endirinn verður góður.“Flökkusögur dagsins Í bókinni kynnist lesandinn sögu þeirra látnu einstaklinga sem Gunnhildur snyrtir. „Þær sögur hugsa ég sem flökkusögur dagsins í dag en ýki þær nokkuð. Það dembast yfir okkur fréttir og upplýsingar af öllu tagi og maður reynir að skoða málin betur en kemst sjaldan til botns í þeim, það getur verið erfitt að sjá hvað er satt og hvað er lygi. Allt er svo mikið á yfirborðinu og oft verður maður bara að láta sér nægja að hafa gaman af því sem f lýtur þar.“ Í bókinni blandar Steinunn saman léttleika og því harmræna. „Svona er lífið og það er erfitt að lýsa því öðruvísi,“ segir hún og bætir við: „Talandi um Houdini, þá virðist líf hans hvorki hafa verið neitt sérstaklega fyndið né harmrænt og því óttalega ómerkilegt miðað við líf Reynis sterka þar sem við höfum grískan harmleik í gúmmískóm og lopapeysu. Þar er alvöru harmur en það er samt margt fyndið í þeirri sögu.“Myndræn sýn Steinunn, sem er bæði rithöfundur og myndlistarkona, er spurð hvort hin myndræna sýn hljóti ekki að endurspeglast í bókum hennar. „Jú, og ég átta mig æ betur á því. Facebook rifjar stundum upp gömul verk sem ég hef gert í myndlist og þá sé ég að þar hef ég verið að vinna mikið með orð og setningar, stundum klætt heilu rýmin með þeim og látið sýningargestum eftir að skapa myndirnar innra með sér. Hið myndræna hefur svo ratað í bækurnar og er þar sterkur þáttur.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Fleiri fréttir Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Sjá meira
Skáldsagan Sterkasta kona í heimi eftir Steinunni G. Helgadóttur fjallar um systkinin Gunnhildi og Eið sem eru mjög samrýmd en fara ólíkar leiðir í lífinu. Eiður verður friðsamur hugsjónamaður en Gunnhildur, sem býr yfir líkamlegum ofurkröftum, verður vinsæll líksnyrtir. Spurð af hverju hún haf i ákveðið að skrifa bók um konu sem býr yfir líkamlegum ofurstyrk segir Steinunn: „Ég hef alltaf verið spennt fyrir öllum sem gera eitthvað sem á að vera ómögulegt. Á tímabili var ég mjög upptekin af Houdini en svo sá ég heimildarmyndina um Reyni sterka Leósson og skildi hvað þessi karl var lítið spennandi í samanburði við Reyni. Um kvöldið skrifaði ég fyrstu setninguna í bókinni og ákvað að söguhetjan yrði kona. Það breytti öllu, því kona með ofurkrafta notar þá öðru vísi en karl með ofurkrafta og hún lærir f ljótt að vera ekki að f líka þeim. Gunnhildur og Eiður alast upp við fremur erf iðar aðstæður og eru aðskilin þegar móðir þeirra deyr. Umhverfið ætlast til að þau séu á ákveðinn hátt en hvorugt passar í þau form. Hann, þessi friðarins maður sem hann er, verður forsprakki í tætingslegum hópi aðgerðasinna, fyrst og fremst kannski vegna þess að hann er mjög vel máli farinn og lítur vel út. Hún verður líksnyrtir vegna þess að hún vill að allar sögur endi vel. Það er sama hvað hefur gengið á í lífi þeirra einstaklinga sem hún snyrtir, hún sér til þess að endirinn verður góður.“Flökkusögur dagsins Í bókinni kynnist lesandinn sögu þeirra látnu einstaklinga sem Gunnhildur snyrtir. „Þær sögur hugsa ég sem flökkusögur dagsins í dag en ýki þær nokkuð. Það dembast yfir okkur fréttir og upplýsingar af öllu tagi og maður reynir að skoða málin betur en kemst sjaldan til botns í þeim, það getur verið erfitt að sjá hvað er satt og hvað er lygi. Allt er svo mikið á yfirborðinu og oft verður maður bara að láta sér nægja að hafa gaman af því sem f lýtur þar.“ Í bókinni blandar Steinunn saman léttleika og því harmræna. „Svona er lífið og það er erfitt að lýsa því öðruvísi,“ segir hún og bætir við: „Talandi um Houdini, þá virðist líf hans hvorki hafa verið neitt sérstaklega fyndið né harmrænt og því óttalega ómerkilegt miðað við líf Reynis sterka þar sem við höfum grískan harmleik í gúmmískóm og lopapeysu. Þar er alvöru harmur en það er samt margt fyndið í þeirri sögu.“Myndræn sýn Steinunn, sem er bæði rithöfundur og myndlistarkona, er spurð hvort hin myndræna sýn hljóti ekki að endurspeglast í bókum hennar. „Jú, og ég átta mig æ betur á því. Facebook rifjar stundum upp gömul verk sem ég hef gert í myndlist og þá sé ég að þar hef ég verið að vinna mikið með orð og setningar, stundum klætt heilu rýmin með þeim og látið sýningargestum eftir að skapa myndirnar innra með sér. Hið myndræna hefur svo ratað í bækurnar og er þar sterkur þáttur.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Fleiri fréttir Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Sjá meira