Vilja að bærinn heiti áfram Norður-Hvoll Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. nóvember 2019 10:30 Bærinn Norður-Hvoll er skammt vestan Dyrhólaeyjar í Mýrdalshreppi. Hjónin á bænum Norður-Hvoli í Mýrdalshreppi vilja að undið verði ofan af nafnabreytingu á bænum sem Þjóðskrá tilkynnti þeim um í fyrra. Ekki hafi verið haft samráð við ábúendur jarðarinnar um nýju nafngiftina á bænum. „Maður er náttúrlega svo vanur að eiga heima á Norður-Hvoli að maður segir það og skrifar áfram,“ segir Birna Viðarsdóttir, ábúandi á Norður-Hvoli í Mýrdalshreppi sem Þjóðskrá vill að heiti Hvoll 2. Birna segir þau hjónin óvænt hafa fengið bréf frá Þjóðskrá í október í fyrra um að frá og með næstu áramótum þar á eftir myndi bærinn þeirra heita Hvoll 2. Bærinn hefur hingað til heitið Norður-Hvoll og hét það er þau Birna og Einar Magnússon fluttust þangað fyrir 35 árum. Þar stunda þau nú rófurækt og eru með 150 vetrarfóðraðar kindur. „Þetta hefur reyndar verið í tugi ára í búfjárskýrslum og maður hefur aðeins rekist á það þar að bærinn hafi verið skráður sem Hvolur 2. En svo kom þetta bréf frá Þjóðskrá og og síðan eru öll bréf og allt sem við fáum bara merkt sem Hvoll 2,“ segir Birna. Það stendur þó áfram Norður-Hvoll á skiltinu út við veg en Birna segir póstinn og aðra þó vel rata á réttan stað.Hjónin Birna Viðarsdóttir og Einar Magnússon á Norður-Hvoli.Nágrannabærinn Suður-Hvoll hefur sloppið við nafnabreytingu. „Það er mjög skrítið að það var engin breyting þar þótt þau séu líka í þessum afgömlu bændaskýrsluskrám sem Hvoll 1. Það erum bara við sem eigum ekki lengur heima á Norður-Hvoli. Og í rauninni ætti okkar bær að vera Hvoll 1 því það er komið að honum á undan Suður-Hvoli,“ bendir Birna á og hlær að öllu saman. „Þetta er reyndar svolítið fyndið í aðra röndina,“ viðurkennir hún. Í bréfi Þjóðskrár til Einars og Birnu kemur fram að nafni bæjarins hafi verið breytt til samræmis við skráningu í fasteignaskrá. Samkvæmt lögum skuli allar fasteignir bera heiti samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Birna og Einar óskuðu því liðsinnis Mýrdalshrepps og mun sveitarstjórinn skrifa Þjóðskrá og óska eftir að breytingin verði afturkölluð. Jafnframt vill Mýrdalshreppur fá yfirlit yfir allar sambærilegar breytingar sem Þjóðskrá hafi gert á þessum lagagrunni. „Mér skilst að það eigi ekki að vera mikið mál að breyta þessu,“ segir Birna Viðarsdóttir á Norður-Hvoli bjartsýn. Birtist í Fréttablaðinu Mýrdalshreppur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Hjónin á bænum Norður-Hvoli í Mýrdalshreppi vilja að undið verði ofan af nafnabreytingu á bænum sem Þjóðskrá tilkynnti þeim um í fyrra. Ekki hafi verið haft samráð við ábúendur jarðarinnar um nýju nafngiftina á bænum. „Maður er náttúrlega svo vanur að eiga heima á Norður-Hvoli að maður segir það og skrifar áfram,“ segir Birna Viðarsdóttir, ábúandi á Norður-Hvoli í Mýrdalshreppi sem Þjóðskrá vill að heiti Hvoll 2. Birna segir þau hjónin óvænt hafa fengið bréf frá Þjóðskrá í október í fyrra um að frá og með næstu áramótum þar á eftir myndi bærinn þeirra heita Hvoll 2. Bærinn hefur hingað til heitið Norður-Hvoll og hét það er þau Birna og Einar Magnússon fluttust þangað fyrir 35 árum. Þar stunda þau nú rófurækt og eru með 150 vetrarfóðraðar kindur. „Þetta hefur reyndar verið í tugi ára í búfjárskýrslum og maður hefur aðeins rekist á það þar að bærinn hafi verið skráður sem Hvolur 2. En svo kom þetta bréf frá Þjóðskrá og og síðan eru öll bréf og allt sem við fáum bara merkt sem Hvoll 2,“ segir Birna. Það stendur þó áfram Norður-Hvoll á skiltinu út við veg en Birna segir póstinn og aðra þó vel rata á réttan stað.Hjónin Birna Viðarsdóttir og Einar Magnússon á Norður-Hvoli.Nágrannabærinn Suður-Hvoll hefur sloppið við nafnabreytingu. „Það er mjög skrítið að það var engin breyting þar þótt þau séu líka í þessum afgömlu bændaskýrsluskrám sem Hvoll 1. Það erum bara við sem eigum ekki lengur heima á Norður-Hvoli. Og í rauninni ætti okkar bær að vera Hvoll 1 því það er komið að honum á undan Suður-Hvoli,“ bendir Birna á og hlær að öllu saman. „Þetta er reyndar svolítið fyndið í aðra röndina,“ viðurkennir hún. Í bréfi Þjóðskrár til Einars og Birnu kemur fram að nafni bæjarins hafi verið breytt til samræmis við skráningu í fasteignaskrá. Samkvæmt lögum skuli allar fasteignir bera heiti samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar. Birna og Einar óskuðu því liðsinnis Mýrdalshrepps og mun sveitarstjórinn skrifa Þjóðskrá og óska eftir að breytingin verði afturkölluð. Jafnframt vill Mýrdalshreppur fá yfirlit yfir allar sambærilegar breytingar sem Þjóðskrá hafi gert á þessum lagagrunni. „Mér skilst að það eigi ekki að vera mikið mál að breyta þessu,“ segir Birna Viðarsdóttir á Norður-Hvoli bjartsýn.
Birtist í Fréttablaðinu Mýrdalshreppur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira