Enski boltinn

Jur­gen Klopp um Sean Cox og níu stiga for­ystuna eftir sigurinn á Man. City

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp glaður í bragði í gær.
Klopp glaður í bragði í gær. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var eðlilega glaður í bragði eftir sigur Liverpool á ríkjandi meisturum, Manchester City, í stórleik helgarinnar í enska boltanum.

Liverpool var komið með 2-0 forystu snemma leiks og sigurinn var aldrei í hættu en liðið skoruðu sitthvort markið í síðari hálfleiknum.

„Við finnum ekki fyrir neinni pressu ef ég á að vera hreinskilinn. Að vera með níu stiga forystu er jákvætt en annað fólk mun segja að nú er það bara Liverpool sem getur tapað þessu. Það er mjög neikvætt viðhorf en ég get sagt ykkur það að okkur er alveg sama,“ sagði Klopp.

„Í dag vorum við bara einbeittir á þennan leik og ekki á töfluna og hversu mörg stig við gátum verið fyrir framan City eftir leikinn. Það er sturlað að vera níu stigum fyrir framan City en er það mikilvægt að vera fyrstur í nóvember? Þú vilt vera fyrstur í maí.“







Sean Cox, stuðningsmaður Liverpool, sem ráðist var á fyrir leik Liverpool gegn Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar fyrir rúmu ári síðan var mættur á völlinn í gær. Hans fyrsti leikur eftir árásina.

„Ég sá Sean eftir leikinn. Frábært! Það var mjög, mjög gaman. Hann var mjög ánægður að sjá mig og ég hélt ég hafi verið ánægður að sjá hann en við vorum líklega jafn glaðir.“

„Þetta var sérstakt og gott. Hann var með konuna og strákinn sinn með sér. Þetta var frábær dagur fyrir þau eins og þau óskuðu sér. Ég get sagt nú þegar að ef hann flytur til Liverpool þá fær hann ársmiða.“

„Það var mjög mikilvægt fyrir strákanna þegar þeir heyrðu að því að hann væri á leiðinni á völlinn og gæti horft á leikinn,“ sagði sá þýski í leikslok.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×