Fótbolti

Lífshættulegt fyrir stuðningsmenn Liverpool að vera í Róm

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn Liverpool þurfa að fara varlega í Róm.
Stuðningsmenn Liverpool þurfa að fara varlega í Róm. vísir/getty
Stuðningsmenn Liverpool sem ætla að sjá síðari leik sinna manna gegn Róm ytra á miðvikudag eru á leið á mikið hættusvæði.Lagaprófessorinn Geoff Pearson við háskólann í Manchester hefur varað stuðningsmenn Liverpool í Rómarborg við því að láta mikið á sér bera í borginni. Liverpool hefur þegar varað stuðningsmenn sína við því að vera ekki að þvælast í norðurhluta borgarinnar.Hinn 53 ára gamli stuðningsmaður Liverpool, Sean Cox, er illa haldinn eftir að á hann var ráðist af stuðningsmönnum Roma fyrir fyrri leik liðanna á Anfield.Ýmislegt er gert til þess að passa upp á öryggi stuðningsmanna Liverpool í Róm enda eru þeir í lífshættu ef þeir passa sig ekki. Stuðningsmönnum félagsins hefur verið ráðlagt að labba alls ekki á völlinn undir neinum kringumstæðum.„Það er mjög hættulegt fyrir enska stuðningsmenn að vera í Róm. Við höfum ítrekað séð að ráðist er á þá í borginni fyrirvaralaust,“ segir Dr. Pearson.„Þessar árásir geta átt sér stað er þeir eiga síst von á þeim og eru oftar en ekki án nokkurrar ástæðu. Það þarf ekkert að ögra neinum til þess að lenda í árás í borginni. Lögreglan hefur líka átt það til að lemja á enskum stuðningsmönnum.“

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.