Fótbolti

Lífshættulegt fyrir stuðningsmenn Liverpool að vera í Róm

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stuðningsmenn Liverpool þurfa að fara varlega í Róm.
Stuðningsmenn Liverpool þurfa að fara varlega í Róm. vísir/getty

Stuðningsmenn Liverpool sem ætla að sjá síðari leik sinna manna gegn Róm ytra á miðvikudag eru á leið á mikið hættusvæði.

Lagaprófessorinn Geoff Pearson við háskólann í Manchester hefur varað stuðningsmenn Liverpool í Rómarborg við því að láta mikið á sér bera í borginni. Liverpool hefur þegar varað stuðningsmenn sína við því að vera ekki að þvælast í norðurhluta borgarinnar.

Hinn 53 ára gamli stuðningsmaður Liverpool, Sean Cox, er illa haldinn eftir að á hann var ráðist af stuðningsmönnum Roma fyrir fyrri leik liðanna á Anfield.

Ýmislegt er gert til þess að passa upp á öryggi stuðningsmanna Liverpool í Róm enda eru þeir í lífshættu ef þeir passa sig ekki. Stuðningsmönnum félagsins hefur verið ráðlagt að labba alls ekki á völlinn undir neinum kringumstæðum.

„Það er mjög hættulegt fyrir enska stuðningsmenn að vera í Róm. Við höfum ítrekað séð að ráðist er á þá í borginni fyrirvaralaust,“ segir Dr. Pearson.

„Þessar árásir geta átt sér stað er þeir eiga síst von á þeim og eru oftar en ekki án nokkurrar ástæðu. Það þarf ekkert að ögra neinum til þess að lenda í árás í borginni. Lögreglan hefur líka átt það til að lemja á enskum stuðningsmönnum.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.