„Það var engum bannað að vera þarna“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. nóvember 2019 12:52 Frá fundinum í Laugardalshöll. Vísir/Frikki Viðvera meðlima úr stjórnarskrárfélaginu hafði engin áhrif fund um endurskoðunar stjórnarskrárinnar í Laugardalshöll um liðna helgi. Þetta segir forstöðumaður Félagsvísindastofnunar sem segir meðlimi félagsins hafa dreift frumvarpi þeirra um breytingar á stjórnarskránni til þátttakenda fundarins. Fundurinn er liður í vinnu stjórnvalda í að breyta stjórnarskránni. Þátttakendur voru valdir handahófskennt og þurftu að svara könnun um sex efnisþætti sem varða stjórnarskrána, embætti forseta Íslands, þjóðaratkvæðagreiðslu, þjóðarfrumkvæði, landsdóm og ákæruvald Alþingis, kjördæmaskipan og framsal valdheimilda. Eftir að umræður höfðu farið fram voru þátttakendur látnir svara könnuninni aftur. Er ætlunin að sjá hvort viðhorf þátttakenda til þessara efnisþátta breytist eftir að hafa tekið þátt í rökræðum. Má búast við frumniðurstöðu á næstu vikum en skýrslan lítur ekki dagsins ljóss fyrr en á nýju ári.Morgunblaðið greinir frá því í dag að meðlimir Stjórnarskrárfélagsins hafi fengið að fylgjast með fundinum og dreifa upplýsingum til þeirra sem sátu fundinn. Fengu þeir einnig að vera viðstaddir á fundinum sjálfum en máttu þó ekki taka þátt í umræðunum. Þeir gátu hins vegar talað við fólk þegar það tók sér hlé og stóð upp frá borðunum þar sem umræðurnar fóru fram. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður Félagsvísindastofnunar, segir þetta ekki hafa haft áhrif á fundinn. „Það var engum bannað að vera þarna. Við leyfðum fólki að koma inn, og sjá hvernig þetta færi fram, en fólki var ekki leyft að taka þátt í umræðunum nema þeim sem voru valdir í úrtakið,“ segir Guðbjörg Andrea. Hún segir ósköp eðlilegt að ræða tillögur stjórnlagaráðs í tengslum við þessa vinnu. „Það var auðvitað verið að fjalla um heilmikið af tillögum sem eru úr þeim tillögum líka. Ég held að það hafi ekki verið nein óeðlileg áhrif.“ Einn úr úrtakinu kvartaði þó í fjölmiðlum að honum hefði verið bannað að ræða tillögur stjórnarskrárfélagsins. „Það hefur verið einhver misskilningur. Við heyrðum að það var einhver umræða í gangi þannig að við tókum það alveg sérstaklega fram að það væri ekkert að því að ræða þessar tillögur. Enda tengist það beint endurskoðun á stjórnarskrá.“ Reykjavík Stjórnarskrá Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Viðvera meðlima úr stjórnarskrárfélaginu hafði engin áhrif fund um endurskoðunar stjórnarskrárinnar í Laugardalshöll um liðna helgi. Þetta segir forstöðumaður Félagsvísindastofnunar sem segir meðlimi félagsins hafa dreift frumvarpi þeirra um breytingar á stjórnarskránni til þátttakenda fundarins. Fundurinn er liður í vinnu stjórnvalda í að breyta stjórnarskránni. Þátttakendur voru valdir handahófskennt og þurftu að svara könnun um sex efnisþætti sem varða stjórnarskrána, embætti forseta Íslands, þjóðaratkvæðagreiðslu, þjóðarfrumkvæði, landsdóm og ákæruvald Alþingis, kjördæmaskipan og framsal valdheimilda. Eftir að umræður höfðu farið fram voru þátttakendur látnir svara könnuninni aftur. Er ætlunin að sjá hvort viðhorf þátttakenda til þessara efnisþátta breytist eftir að hafa tekið þátt í rökræðum. Má búast við frumniðurstöðu á næstu vikum en skýrslan lítur ekki dagsins ljóss fyrr en á nýju ári.Morgunblaðið greinir frá því í dag að meðlimir Stjórnarskrárfélagsins hafi fengið að fylgjast með fundinum og dreifa upplýsingum til þeirra sem sátu fundinn. Fengu þeir einnig að vera viðstaddir á fundinum sjálfum en máttu þó ekki taka þátt í umræðunum. Þeir gátu hins vegar talað við fólk þegar það tók sér hlé og stóð upp frá borðunum þar sem umræðurnar fóru fram. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður Félagsvísindastofnunar, segir þetta ekki hafa haft áhrif á fundinn. „Það var engum bannað að vera þarna. Við leyfðum fólki að koma inn, og sjá hvernig þetta færi fram, en fólki var ekki leyft að taka þátt í umræðunum nema þeim sem voru valdir í úrtakið,“ segir Guðbjörg Andrea. Hún segir ósköp eðlilegt að ræða tillögur stjórnlagaráðs í tengslum við þessa vinnu. „Það var auðvitað verið að fjalla um heilmikið af tillögum sem eru úr þeim tillögum líka. Ég held að það hafi ekki verið nein óeðlileg áhrif.“ Einn úr úrtakinu kvartaði þó í fjölmiðlum að honum hefði verið bannað að ræða tillögur stjórnarskrárfélagsins. „Það hefur verið einhver misskilningur. Við heyrðum að það var einhver umræða í gangi þannig að við tókum það alveg sérstaklega fram að það væri ekkert að því að ræða þessar tillögur. Enda tengist það beint endurskoðun á stjórnarskrá.“
Reykjavík Stjórnarskrá Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira