Menning

Seldu sextán þúsund miða á nokkrum dögum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sjötta sinn sem Kardemommubærinn er settur upp í Þjóðleikhúsinu. Hér má sjá mynd frá fyrri uppfærslu.
Sjötta sinn sem Kardemommubærinn er settur upp í Þjóðleikhúsinu. Hér má sjá mynd frá fyrri uppfærslu.

Miðasala Þjóðleikhússins á Kardemommubæinn fór af stað í síðustu viku og fór salan vel af stað.

„Það fylltust í raun nær allar sýningar á tveimur dögum og seldust strax fjórtán þúsund miðar,” segir Atli Þór Albertsson markaðsstjóri leikhússins. Kardemommubærinn verður frumsýndur 18. apríl á næsta ári.

„Næstu daga á eftir fylltist svo upp í götin og nú er svo komið að við eigum bara eitt og eitt stakt sæti á einhverjar sýningar,“ segir Atli en alls hafa selst um sextán þúsund miðar. Hann segir að líklega verði ekki hægt að koma að fleirum sýningum á þessu leikári en vonandi verði hægt að bæta við fleiri sýningum á því næsta.

Verk norska listamannsins Thorbjörns Egners hafa verið samofin starfi Þjóðleikhússins allt frá því að Kardemommubærinn var frumsýndur hér árið 1960. Skáldskapur Egners rataði beint að hjarta íslenskra barna og Kardemommubærinn og Dýrin í Hálsaskógi hafa verið sett á svið á Stóra sviði Þjóðleikhússins reglulega allar götur síðan.

Verkið er nú sett upp í Þjóðleikhúsinu í sjötta sinn.

Mynd frá leikprufum þar sem hátt á annað þúsund barna spreyttu sig fyrir hlutverk í Kardemommubænnum.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.